Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by S.A.S. »

Hæ hæ ég er að fara smíða mér fiska búr en mig vantar svör við nokkrum spurningum. ég hef séð búr sem eru smíðuð úr krossvið þá eru allar hliðar úr krossvið nema framhliðin að sjálfsögðu. krossviðurinn er varinn með einhvers konar gúmí kvoðu sem er rúlluð á sem gerir krossviðin algörlega vatnsheldan veit einhver hvar er hægt að fá svona ? ég veit að það er til efni sem er kallað dúkur í dós og er notaður inn í sturtur og þessháttar þetta er efni sem maður rúllar einmitt líka og gerir allt klabbið vatnshelt en það sem mig vantar að vita er hvort óhætt sé að nota þetta í fiskabúra gerð ??

kv einn gamall nýr
Last edited by S.A.S. on 14 Jul 2011, 20:51, edited 1 time in total.
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: efni í fiskabúr

Post by Ási »

afhverju notar þú ekki epoxy?
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: efni í fiskabúr

Post by S.A.S. »

Er epoxy almennt notað til að vatnsverja. ég hélt að það væri efni sem harðnar og þar með litla teygju

kv Siggi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by keli »

Ég spurði flísakall útí kvoðuna sem er sett undir flísar og hann var ekki viss um að það væri í lagi fyrir fiska. Margir hafa notað epoxy (sundlaugaepoxy til dæmis) til að húða svona krossviðsfiskabúr að innan með. Svo hafa margir styrkt samskeytin með trefjadúk.

Einnig hef ég séð marga nota svokallað pond armor - sem er einmitt einhverskonar gúmmí sem maður getur málað með. Ég er samt ekki viss um að það sé til hér og grunar að það gæti orðið kostnaðarsamt að flytja það inn. Þó ekki ómögulegt, og hugsanlega besta efnið í þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by S.A.S. »

Takk fyrir það keli. það sem ég er aðalega að spá í með þetta er að vatnsverja lokið ef ég smíða það úr krossvið. Minni líkur á að það hugsamlega fari að verpast hugsa ég

kv siggi
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by S.A.S. »

þetta er það sem ég er að stefna á hvernig sem þetta síðan fer :?
Last edited by S.A.S. on 14 Jul 2011, 21:20, edited 1 time in total.
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by unnisiggi »

ég er með 300 l sump sem er smíðaður úr krossvið hann er málaður með epoxy og hann er orðinn nokkra ára gamall og ég hef ekki lent í neinum vandræðum ég veit því miður ekki hvaða tegund af epoxy var notað an það er allavega svakalega masíft
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by S.A.S. »

okey þannig að epoxy er málið þá er bara að finna eitthvað sem ekki drepur :wink:

takk fyrir hjálpina

kv siggi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by keli »

S.A.S. wrote:okey þannig að epoxy er málið þá er bara að finna eitthvað sem ekki drepur :wink:

takk fyrir hjálpina

kv siggi
Flest epoxy er í lagi þegar það er harðnað :) ef þú ætlar að vatnsverja lokið þá þarftu ekki eitthvað svona brútal eins og epoxy, ég notaði eitthvað lakk þegar ég gerði lokið mitt - það var ódýrara en epoxy og entist vel. Verst að rakinn smaug inn þar sem ég var ekki nógu duglegur að maka á lokið, og þar sem ég setti venjulegar skrúfur (galv í staðinn fyrir ryðfríar)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by S.A.S. »

hvað gerði rakin annað en að láta skrúfurnar ryðga ? þolir krossviðurin ekki alveg hitta mismuninn ?

kv siggi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vantar Upplýsingar um vatnsverjandi efni

Post by keli »

Ef raki kemst í krossviðinn þá bólgnar hann upp og skemmist. Ef maður málar vel að innan og allt sem kemst í snertingu við vatn þá er maður safe. Með réttu málningunni allavega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply