Vitið þið hvað gæti verið að þegar maturinn í búrinu verður loðinn?
Við dóttir mín erum með sitthvort búrið en það er alltaf e-ð vesen hjá henni.
Núna fengum við nýtt búr fyrir hana sem var vel þrifið en fyrri eigandi þreif það með sápu svo ég varð að skola búrið alveg helvíti vel áður en fiskunum var hent út í.
En maturinn flýtur e-ð svo fáránlega um búrið, alveg kafloðinn af einhverju.
Getur sápan verið ástæðan...eða dælan? Kannski kominn tími á að skipta um svampinn eða hvað þetta er innan í dælunni?
Fengum búrið fyrir viku síðan.
Já og önnur spurning
Við fengum 4 krúttleg convict seiði frá sama stað fyrir viku síðan. Við settum tvö í hennar búr og tvö í mitt. Í mínu búri eru fiskarnir orðnir mjög litmiklir og flottir, búnir að stækka helling og líta út "eins og fiskar" hehe en í hennar búri eru þeir ennþá svo "mikið baby" :Þ
Einhver sérstök ástæða fyrir því?
Já....(vonandi er í lagi að koma með nokkrar spurningar í sama þræðinum?)
Hvenær/hvernig sjáum við kynin hjá fiskum? Væri til í að vita kynin hjá Convictunum og sverðdrögum
Fiskabúrið.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Fiskabúrið.
þetta mætti vera í aðstoð og convict karlarnir eru oftast stærri konurnar fá appelsínu gulan beltt á magan
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Re: Fiskabúrið.
Aahh vissi ekki að svoleiðis þráður væri hérna *roðn*
Ég skal reyna færa þetta yfir, takk fyrir ábendinguna.
Ég skal reyna færa þetta yfir, takk fyrir ábendinguna.
Re: Fiskabúrið.
Ef maturinn er loðinn þá er hann byrjaður að mygla og gæti verið að þú sért að gefa of mikið í einu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Fiskabúrið.
ekki gefa meira en fiskarnir klára á 5 min ef það er einhver afgangur þá byrjar hann að migla mjög flótt og kemur á stað amoniak bombu í búrinu sem getur valdið dauða hjá fiskunum síðan bara að passa vatnskiftin 30-40 % á viku
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Re: Fiskabúrið.
Hvað eru þið með stór búr undir fiskana?
Convict karlarnir geta orðið allt að 12-15cm við bestu aðstæður.
Þeir fá hnúð á hausinn og uggarnir eru langir og oddmjóir út í endana.
Convict kerlingarnar eru eitthvað minni og fá lit á magan.
Sverðdraga karlarnir fá sverð og pindil,
sverðdraga kerlingarnar fá ekki sverð og eru sverari um sig.
það er ekki hægt að hafa convict með litlum fiskum í búri,
eins og t.d gotfiska og tetrur.
Þegar convictarnir byrja að hrygna þá verja þeir hrognin/seiðin
af hörku og geta drepið fiska sem eru litlir og jafnstórir og þeir sjálfir.
Convictar geta byrjað að hrygna tiltölulega litlir,
eða um leið og kerlingarnar fá lit í búkinn myndi ég halda.
Ástæðan fyrir því afhverju fiskarnir í búrunum stækka mishratt
getur verið af því að vatnið í búrinu er ekki nógu "ferskt" þar sem fiskarnir eru enn litlir.
Of mikið er gefið, miðað við lýsinguna hjá þér að maturinn er byrjaður að mygla,
og þar af leiðandi minnka vatnsgæðin.
Það þarf alls ekki að gefa þeim mikið, bara rétt örfá korn í einu, einu sinni til tvisvar á dag.
Ef búrið er lítið, þá þarf að passa vel upp á vatnsgæðin, því að minna búr þýðir einfaldlega
að vatnsgæðunum hrakar hraðar.
Það er auðveldara að halda vatnsgæðunum góðum ef búrið er stærra en 100L.
Best er að skipta um meira en 20% í hvert sinn sem vatnsskipti eru gerð.
Þegar vatnsskipti eru gerð þá á vatnið sem er sett i burið að vera jafnheitt og
er i burinu.
Convict karlarnir geta orðið allt að 12-15cm við bestu aðstæður.
Þeir fá hnúð á hausinn og uggarnir eru langir og oddmjóir út í endana.
Convict kerlingarnar eru eitthvað minni og fá lit á magan.
Sverðdraga karlarnir fá sverð og pindil,
sverðdraga kerlingarnar fá ekki sverð og eru sverari um sig.
það er ekki hægt að hafa convict með litlum fiskum í búri,
eins og t.d gotfiska og tetrur.
Þegar convictarnir byrja að hrygna þá verja þeir hrognin/seiðin
af hörku og geta drepið fiska sem eru litlir og jafnstórir og þeir sjálfir.
Convictar geta byrjað að hrygna tiltölulega litlir,
eða um leið og kerlingarnar fá lit í búkinn myndi ég halda.
Ástæðan fyrir því afhverju fiskarnir í búrunum stækka mishratt
getur verið af því að vatnið í búrinu er ekki nógu "ferskt" þar sem fiskarnir eru enn litlir.
Of mikið er gefið, miðað við lýsinguna hjá þér að maturinn er byrjaður að mygla,
og þar af leiðandi minnka vatnsgæðin.
Það þarf alls ekki að gefa þeim mikið, bara rétt örfá korn í einu, einu sinni til tvisvar á dag.
Ef búrið er lítið, þá þarf að passa vel upp á vatnsgæðin, því að minna búr þýðir einfaldlega
að vatnsgæðunum hrakar hraðar.
Það er auðveldara að halda vatnsgæðunum góðum ef búrið er stærra en 100L.
Best er að skipta um meira en 20% í hvert sinn sem vatnsskipti eru gerð.
Þegar vatnsskipti eru gerð þá á vatnið sem er sett i burið að vera jafnheitt og
er i burinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Fiskabúrið.
Vá, takk fyrir þetta Elma
Búrin eru bara 54L og 35L. Convict fiskarnir fara yfir í annað búr þegar þeir stækka.
Ég er með tvo í mínu búri og þeir stækka mjög vel, annar þeirra er samt orðinn næstum helmingi stærri en hinn, svo kannski er ég með sitthvort kynið :Þ
Það er eins og er ekkert sverð á sverðdragafisknum en ég veit ekkert á hvaða aldri það ætti að koma...kemur bara í ljós.
Við erum búnar að koma hinu búrinu í lag. Ég þreif hitt búrið alveg og gerði 80% vatnskipti...þeir eru allavega enn á lífi og dafna vel
Takk kærlega fyrir svarið
Búrin eru bara 54L og 35L. Convict fiskarnir fara yfir í annað búr þegar þeir stækka.
Ég er með tvo í mínu búri og þeir stækka mjög vel, annar þeirra er samt orðinn næstum helmingi stærri en hinn, svo kannski er ég með sitthvort kynið :Þ
Það er eins og er ekkert sverð á sverðdragafisknum en ég veit ekkert á hvaða aldri það ætti að koma...kemur bara í ljós.
Við erum búnar að koma hinu búrinu í lag. Ég þreif hitt búrið alveg og gerði 80% vatnskipti...þeir eru allavega enn á lífi og dafna vel
Takk kærlega fyrir svarið
Re: Fiskabúrið.
ekkert að þakka
en þegar þú "þrífur" búrið/búrin, hvað geriru nákvæmlega?
en þegar þú "þrífur" búrið/búrin, hvað geriru nákvæmlega?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Fiskabúrið.
Hef eiginlega bara 20-30% vatnaskipti hjá fiskunum, veiði upp e-ð óæskilegt með háfinum (ef það er) og strík innan úr búrinu (þörunginn) reglulega.Elma wrote:ekkert að þakka
en þegar þú "þrífur" búrið/búrin, hvað geriru nákvæmlega?
En núna hjá stelpunni þá tók ég sirka 20% vatn úr og setti fiskana í skál, afgangurinn fór í vaskinn og svo spúlaði ég myglaða matinn úr búrinu í baðkarinu.
Það fór reyndar ekkert í baðið sem er í fiskabúrinu, ég spúlaði bara upp úr því og þreif. Nota að sjálfsögðu ekki sápu.
Er ég að gera e-ð vitlaust?