DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Hæ mig langaði að pósta smá um búrið mitt var ekki alveg viss um hvar þessi þráður ætti heima en hérna kemur þetta.

Búrið er 150l Jing Long búr og ég er með smá lifandi gróður í því en er ekki viss um hvort þetta flokkist sem gróður búr. Ég var með venjulegar síkliður en þær voru aðeins of stórar fyrir búrið svo ég færði mig yfir í dvergsiklíður.
Image
Íbúar í búrinu er:
Slæðu fiðrildasiklíða + fiðrildasíkliða
Cockatoo Dwarf Cichlid kk+kvk sem eru búnir að hrygna öll ráð og fræðsla með hrygninguna eru vel þegin langar að koma þessu upp. Td á ég að hugsa um að fjarlægja einhverja fiska eða ?
Neon tetrur ásamt öðrum tetrum sem ég veit ekki hvað heita.
Svo er ég með rækjur og ryksugur.
Svo er eitthver gróður þarna sem ég kann ekki nöfnin á.
Ég var með humar sem ég fjarlægði vegna fiska áts "rip siamese fighter fish" en hann virðist hafa skilið eftir sig litla humra sem eru allir minni en 1 cm þarf ég að hafa áhyggjur af þeim upp á hrognin ?
Vatnskipti eru ca vikulega 10% í senn. Svo er ég með eheim tunnudælu og hitara. Vatns hiti er 26°C. Ph 7 sem er kannski pinu hátt en ég ákvað að hafa það bara svona stöðugt staðinn fyrir að reyna að lækka það alltaf.
Image
Hér sést kerlingin sem hryngdi en hún hryngdi undir blómapott sem er grafinn í sandinn.
Image
Hérna er karlinn.
Image
Öll ráð og ábendingar eru vel þeginn. Annars var ég að hugsa um að fjarlægja stóra kuðunginn úr búrinu og fá stein eða eitthvað með gróðir á :)
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Henti inn stuttu video inn á youtube :) http://www.youtube.com/watch?v=v5ficN80mc8
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Agnes Helga »

Þetta er fallegt búr, æðisleg fiðrildasíklíðan með slæðusporðin og uggana, en hinir fiskarnir líka mjög flottir. Gaman að myndbandinu en því miður hef ég ekki reynslu af cockatoo hrygningu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
bine
Posts: 72
Joined: 15 Jan 2008, 13:13

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by bine »

Flott búr, fínar myndir og myndband :góður:
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Takk, en hrognin eru allavega farinn :( spurning hver hafi borðað þau. Það hefði verið gaman að koma þessu upp :) vonandi reyna þau bara aftur fljótlega :)
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Er með 2 stórar ryksugur svona 2x-3x dvergsiklíðunar er nokkuð viss um að þetta hafi verið önnur hvor þeirra. Kominn tími til að losa sig við þær :/
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Agnes Helga »

Var þetta fyrsta hrygning? Hún mistekst nú oft
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Já allavega sú fyrsta sem ég veit af, en það var svona lítið gat undir pottinn þar sem þetta var. Svo sá ég að ryksugan var búin að troða sér þarna inn og hrognin voru horfin :( En þau reyna vonandi aftur :)
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by unnisiggi »

ég myndi losa mig við humarungana sem fyrst því þeir eru fljótið að stækka og þeir eyðilegja allar plöntur og drepa fiska
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Fiðrildasiklíðu parið var að hrygna hjá bara núna fyrir 2min, en þau eru nánast búin að eigna sér 2/3 af búrinu :) Þannig núna er 100% að maður fari að leita uppi þessa humraunga, bara spurning á ég að fjarlægja eitthvað fleira úr búrinu eins og rækjurnar, svo er ég með eina 2cm ryksugu svo bara eplasniglar ? Annars reyndi ég að ná myndum / video af þessu kannski maður skelli því inn :)
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Image Þetta er í horninu á búrinu en kerlinging gerði 3-4 aðrar svona holur hér og þar um búrið :) svo sá ég að hún var byrjuð að hrygna núna áðan :)
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Monzi »

Þau virðast ekkert passa upp á þetta #$"... Var að fara veiða humra ungana upp úr þegar ég sé einn ná sér í hrogn ...
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: DvergsiklíðuBúr + Cockatoo Dwarf Cichlid Hrygning ?

Post by Elma »

ef þú vilt koma einhverju upp, þá þyrftu þau helst að vera ein í búri og
þú þyrftir að passa upp á vatnsgæðin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply