fann þetta hreiður í garðinum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

fann þetta hreiður í garðinum

Post by siamesegiantcarp »

fann þetta fyrirbæri áðan í garðinum mínum , er á stærð við gólfbolta, veit einhver hvað þetta er?


Image
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by unnisiggi »

geitungabú
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
loppa
Posts: 96
Joined: 08 Feb 2011, 17:23

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by loppa »

:( myndi giska á geitungabú líka
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Agnes Helga »

Ójá, þetta er geitungabú, mæli með að fjarlægja þetta :) Eru eitthvað af geitungum í því?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by siamesegiantcarp »

en þetta er svo lítið, hélt að þau væru mun stærri, tekur kanski tíma að stækka? þetta er minna en golfkúla
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Ási »

Ég hef séð geitungu bú sem var aðeins minni en golfkúla en ég sló það niður og fullt af litlum og stórum geitungum komu út
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Elma »

held að þetta sé Trjágeitunga bú.
En ég myndi láta eyða því ef ég væri þú.
Þeir geta stungið illa og það er ekki þægilegt að verða fyrir þeim.
Þeir verja búin sín af hörku.
og jú það á eflaust eftir að verða stærra.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by pjakkur007 »

þetta er Geitungabú og öruggasta leiðin til að taka það er að setja lítinn glæran plastpoka utanum það og slíta það svoleðis niður.
þá að það sé lítið núna þá halda geitungarnir áfram að byggja við það getur það orðið á stærð við fótbolta á uþb 2-3 vikum
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by siamesegiantcarp »

get ég ekki bara smúlað á þetta úr fjarlægð?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by pjakkur007 »

jú jú ef þú vilt eiga á hættu að vera stunginn
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Snædal »

Lemja með skóflu og hlaupa svo. Spúla á þetta svo eftir á. Geitungarnir skilja þá við það.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by ulli »

Snædal wrote:Lemja með skóflu og hlaupa svo. Spúla á þetta svo eftir á. Geitungarnir skilja þá við það.
Eða kasta steinum :mrgreen:
Gera þetta smá challenge.
Annars er allt morandi í þessu hérna úti og þær láta mann alveg í friði nema þú sért með nefið alveg ofani búinu eða þú hreyfir aðeins við því,
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by keli »

Ég hef tekið svona með því að setja poka utanum búið og rífa af. Lítið mál.

Best að gera það seint á kvöldin því þá eru allir geitungarnir í búinu og þú nærð þeim öllum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Junior »

góð leið að rífa þetta af með poka. enn betri leið að finna sér eithvað langt með flötum fleti t.d girðingar staur og kremja allt búið í einum rykk. einnig hef ég prufað að blanda saman sykri og vatni í hálffulla skál og setja undir búið, eftir sólarhring ættu um 20 flugur að vera fastar í því og fáar flugur eftir í búrinu.
-Andri
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Squinchy »

Hárlakk + kveikjari = búið fuðrar upp og vængstífir restina sem er inni, svo bara að munda skóhælinn á restina, búinn að taka 3 bú með þessari aðferð og ekki enn orðið fyrir stungu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Brynja »

ég tók eitt svona lítið í mínum garði með flötum stein... eitt högg og búið og flugurnar í einn graut.. "BÚMMMM" ekkert mál.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Re: fann þetta hreiður í garðinum

Post by Inga Þóran »

Brynja wrote:ég tók eitt svona lítið í mínum garði með flötum stein... eitt högg og búið og flugurnar í einn graut.. "BÚMMMM" ekkert mál.

Brynja...þú ert líka hörkutól :mrgreen: myndi aldrei þora að koma nálægt svona..

en mæli klárlega með því að láta eyða þessu.
Post Reply