Búrið er 150l Jing Long búr og ég er með smá lifandi gróður í því en er ekki viss um hvort þetta flokkist sem gróður búr. Ég var með venjulegar síkliður en þær voru aðeins of stórar fyrir búrið svo ég færði mig yfir í dvergsiklíður.
Íbúar í búrinu er:
Slæðu fiðrildasiklíða + fiðrildasíkliða
Cockatoo Dwarf Cichlid kk+kvk sem eru búnir að hrygna öll ráð og fræðsla með hrygninguna eru vel þegin langar að koma þessu upp. Td á ég að hugsa um að fjarlægja einhverja fiska eða ?
Neon tetrur ásamt öðrum tetrum sem ég veit ekki hvað heita.
Svo er ég með rækjur og ryksugur.
Svo er eitthver gróður þarna sem ég kann ekki nöfnin á.
Ég var með humar sem ég fjarlægði vegna fiska áts "rip siamese fighter fish" en hann virðist hafa skilið eftir sig litla humra sem eru allir minni en 1 cm þarf ég að hafa áhyggjur af þeim upp á hrognin ?
Vatnskipti eru ca vikulega 10% í senn. Svo er ég með eheim tunnudælu og hitara. Vatns hiti er 26°C. Ph 7 sem er kannski pinu hátt en ég ákvað að hafa það bara svona stöðugt staðinn fyrir að reyna að lækka það alltaf.
Hér sést kerlingin sem hryngdi en hún hryngdi undir blómapott sem er grafinn í sandinn.
Hérna er karlinn.
Öll ráð og ábendingar eru vel þeginn. Annars var ég að hugsa um að fjarlægja stóra kuðunginn úr búrinu og fá stein eða eitthvað með gróðir á
