
Í augnablikinu er búrið nú frekar tómlegt og leiðinlegt en stefnan er tekin á að laga það við fyrsta tækifæri..
Ég bý í Danmörku núna og það er ofboðslega furðulegt að kíkja inn í búðirnar hérna.. það er í raun ekki ætlast til þess að maður kaupi eitt stykki, það eru alltaf svona hóptilboð eða svoleiðis

En semsagt í búrinu hjá mér núna eru
5x rauðir tuxedo guppy (2 kallar og 3 kellingar)
2x albínó ancistrur (ca 3-4cm)
1x flottur rauður bardagakarl
Á planinu er svo að kaupa nýja peru, 1x eplasnigil, 2x skala, 3 sverðdraga og svo slatta af gróðri

Skelli inn myndum við fyrsta tækifæri
