Getið þið ekki aðeins hjálpað mér / sagt mér til... Málið er það að ég ætla mér að fara að skipta út ferskvatninu fyrir salt. Ég er með 400L Juwel búr, í því eru tvær t5 með speglum, er með innbyggðu dæluna sem fylgir búrinu og síðan eina Rena XP3 eða XP4 man ekki alveg hvort... einnig er ég með hitara fyrir búrið...
ég ætla að bæta við allavega tveim straumdælum.
Er ekki allt í góðu að starta búrinu á þessu með sandi og live rocki síðan fæ ég mér fiska eftir mánuð eða eitthvað ef allt er í góðu lagi. Ég er ekki að hugsa um kórala sem þurfa mikið ljós til að byrja með en ætla mér að bæta við LED ljósum seinna í lokið.
er ég alveg útá þekju að fara að starta búrinu á þessu ? endilega segið álit ykkar
ps veit alveg að ég þarf betri búnað seinna
