Pæling með tunnudælu sem var í skjaldbökubúri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
jrh85
Posts: 104
Joined: 04 Aug 2011, 20:24
Location: Reykjanesbær

Pæling með tunnudælu sem var í skjaldbökubúri

Post by jrh85 »

Halló ég er með AM-TOP professional tunnudælu sem notuð var fyrir skjaldbökur og ætlaði að nota fyrir fiska núna. Pælingin hjá mér var hvort það sé ekki örugglega í lagi eða hvort ég ætti að skipta um svarta bómulinn (activated carbon) allt hitt er nýtt í dælunni.

Var að pæla út af flórunni sem var í skjaldböku búrinu eða sýklar eða eitthvað í þá áttina myndi berast sem má ekki berast á milli. Það er samt þónokkuð síðan dælan var notuð í skjaldbökur um 6 mánuðir, dælan er búin að standa þurr síðan og skolað var innan úr henni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Pæling með tunnudælu sem var í skjaldbökubúri

Post by keli »

hvort er þetta bómull eða activated carbon (kol)? Kolin eru svört en bómullin hvít. Kol endast bara í um 2-3 vikur í dælum, en ef þú þrífur bómullina vel þá er hægt að nota hana lengi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
jrh85
Posts: 104
Joined: 04 Aug 2011, 20:24
Location: Reykjanesbær

Re: Pæling með tunnudælu sem var í skjaldbökubúri

Post by jrh85 »

eina sem var í dælunni frá því að skjaldbökurnar voru í henni var activated carbon. ég skipti því þá væntanlega út, og er þá allt í góðu?
Post Reply