Búrin mín, 720L á bls.11

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er erfitt að halda að sér höndunum. Ég var alveg að fara á límingunum i dag, mig langaði í svo margt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nokkuð gott sett af tönnum sem nálafiskurinn hefur:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Arowanan að reyna við stóran rækjubita:
Image

Og ég náði loksins myndum af öllum Clown knife saman, þurfti að taka myndirnar í nótt og eru þær því ekki uppá marga fiska :P
Minn fyrsti er efstur á myndinni:
Image

Hérna sjást sárin sem hann fékk fyrstu nóttina þegar hann ætlaði að taka þessa nýju í gegn :?
Image

Mér sýnist samt á öllu að þeim komi ágætlega saman núna
Last edited by Andri Pogo on 07 Jul 2007, 22:04, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

eg ætla rett ad vona ad thu ætlir ther ad
eiga allavegana 3 400L bur, sjitt! Frabaert monstersafn, til
hamingju!
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Piranhinn wrote:eg ætla rett ad vona ad thu ætlir ther ad
eiga allavegana 3 400L bur, sjitt! Frabaert monstersafn, til
hamingju!
ég sé fram á að heimilið verði fljótlega eitthvað í líkingu við Hlyns íbúð :D
búr útum allt :lol:
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

may god have mercy on us all !
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég er svona aðeins farinn að hafa áhyggjur af því hvað ég á að gera við þetta allt saman :?

Clown Knife-arnir verða vonandi áfram saman og verða þeir og Walking Catfish líklega fyrstir til að þurfa stærri búr.
Ég ætla að reyna að eiga 180l búrið áfram undir minni fiska einsog Nálafiskinn og BGK. Svo er bara spurning hvort maður endi með 2 stærri búr, t.d. 400l eða eitt mjög stórt 800-1000l
Það verður bara að koma í ljós á næstu mánuðum hvaða fiskar eiga eftir að passa vel saman.

Svo veit ég ekki af hverju ég er að þessari vitleysu þar sem ég á líklega eftir að flytja frá Íslandi eftir 2 ár vegna náms :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

eg skil allavega af hverju thu ert ad thessari vitlausu
og eflaust margir herna inni... fikn daudans :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nú er rauðuggadjöfullinn farinn að angra shovelnose ansi mikið, eltingarleikur oft á dag :x

en clown knife-arnir eru ágætir saman bara, þessir nýju er ekki enn mikið á ferðinni á daginn en þeir eru ansi gráðugir á rækjurnar á kvöldin, rífa þær jafnvel útúr hinum fiskunum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Getur hent þeim í tjörnina hjá mér þegar þetta er of stórt fyrir þig ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nú blundar greinilega smá hönnuður í Walking Catfish.
Hann er búinn að vera duglegur að róta upp stóra plöntu í búrinu og ekki nóg með það, hann færð hana yfir í hinn helming búrsins.
Ég er bara nokkuð sáttur með breytinguna hjá honum :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

:rofl: það er naumast, fiskarnir bara farnir að hugsa um búrið fyrir þig, bara afslöppun hjá þér þá.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Fiskarnir sem drápust í dag:

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

R.I.P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta eru engin smá afföll... Bömmer.


..Ég er alveg með slorlyktina í nefinu að horfa á hræin :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Djöfuls bömmer :(
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já leiðinlegt en ekkert annað að gera en að gera gott úr þessu og fá sér eitthvað spennandi í staðinn :-)

en uppfært íbúatal:

180l:
Needle nose gar
Lima Shovelnose
Walking Catfish
Black Ghost Knife
3 Clown Knife
Polypterus Senegalus
Synodontis
Red Tail Shark
Skali

110l:
3 Pangasius Sutchi - bláhákarlar
2 Dverggúramar
2 Sverðdragakellur

40l:
Tómt
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nú finnst mér 180l búrið vera alltaf hálf sjoppulegt miðað við hvað það var alltaf 'fresh & clean' í fyrstu.
það sem ég meina er að plönturnar eru ekki jafn grænar og áður, alltaf einhver leiðindaþörungar á þeim og blöðin bara ekki falleg.
það sest alltaf einhver drulla/þörungur á mölina, hef þó verið að ryksuga mölina og róta til.
Glerið er mjög fljótt finnst mér að verða grænleitt og bara allt í búrinu, dælan, steinninn, blómapotturinn...

Þarf ég bara að fara að skrúbba þetta allt saman með bursta eða minnka ljósatímann?
Búrið er ekki í beinu sólarljósi en ég hef kveikt á því frá kl.12-23, er að spá í að breyta því í 14/15-23.
Ég vil auðvitað hafa kveikt í búrinu þegar ég er heima, sem er aðallega seinnipart og kvöld en aftur á móti er ég mest með nocturnal fiska.
Hef verið að velta fyrir mér hvort þeim líði betur að hafa meira slökkt en kveikt en aftur á móti finnst mér leiðinlegt að sjá þá í myrkrinu :P

Svo annað, þá finnst mér ég alltaf vera að þrífa/skipta um efsta filterinn í dælunni, hann fyllist alltaf strax af drullu og þarf af leiðandi verður dælan kraftminni. Ég veit að ég gef fiskunum ekki lítið að borða en þeir klára þó alltaf matinn sinn. Ætli ég sé ekki bara með of marga matháka í svona litlu búri að dælan ræður ekki við óhreinindin. :-)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Um að gera að minnka ljóatíman ef þörungurinn er að taka völdin, þó er það er ekki ólíklegt að þörungurinn og og drullan í dælunni eigi smaeiginlega skýringu, OF MIKIÐ FÓÐUR, það segir ekkert þó fiskarnir klári alltaf, því meira sem þeir éta því meiri skítur og meira nitrat.

Svo er líka málið að fá sér nokkra brúska í þörungaát.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það var einmitt það sem ég meinti með síðustu setningunni. :wink:
flokkast Platydoras sem brúskar?
er ekki hrifinn af gibba og þessháttar
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Platydoras er ekki þörungaæta.

Fiskar sem éta þörung eru td. Gibbar og pleggar, Brúsknefir(Ancistus) og Kínverskar glersugur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Voru allir þessar fiskar í búrinu þar sem hvítblettaveikin var?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:Voru allir þessar fiskar í búrinu þar sem hvítblettaveikin var?
svara bara fyrir andra :) ja þessir voru allir þar..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Úff, það er hræðilegt að missa svona marga í einu svo ég tali nú ekki um hvað þetta kostaði.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:Úff, það er hræðilegt að missa svona marga í einu svo ég tali nú ekki um hvað þetta kostaði.
tölum nú ekki um það ásta :moping:




:)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Annar nýi Clown Knife er miklu miklu æstari/grimmari en hinir tveir.
Hann hefur ekki sömu lyst á rækjum og hinir en þegar ég gef að borða þýtur hann hring eftir hring um búrið í leit að einhverju.
Sýnist á honum að hann sé að leita sér að fiskum til að éta því hann "stekkur" stundum á aðra fiska í matartímanum.
Hann fær sér þó rækjubita á endanum en ætli ég fari ekki að gefa þeim bráðum lifandi.

Svo fer að líða að því að ég þurfi að flytja Black Ghost í annað búr, hann stækkar svo hægt að hann fer að lenda í áhættuhópi :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nú ekki langt síðan ég spurði þig Andri, en ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að fá þér... svona ca?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvaða fiska ég ætla að fá mér?

ég er í smá kaup-pásu í augnablikinu :P en þegar ég á auka pening langar mig í fleiri gerðir af polypterus. það er svona það helsta.
Svo er bara fljótlega á dagskrá stórt búr... og sjálfsagt fleiri fiskar í framhaldi af því :D
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég tek líka stundum svona kaup-pásur.. í 2 daga.. hehe.

Þessir polypterus eru rosalega flottir og mig langar orðið í svoleiðis, ég ætla að skoða þann möguleika í náinni framtíð. Ég sá mynd á MFK þar sem þeir eru í búri með frontósum og virðist í lagi en ég myndi þá setja þá í það búr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe það sama á greinilega við um mig...
ég fékk óvænt Pangasius long fin, verðandi skrímsli, í dag, vantar í hann annað augað og vona ég bara að hann jafni sig sem fyrst.
Ætli hann sé ekki um 10cm, gleymi alltaf að mæla fiskana hjá mér áður en þeir fara í búrið.

Það má segja að draumurinn sé þá búinn að rætast hjá mér. :P
Ástæðan fyrir að fiskaáhuginn jókst hjá mér og ég fékk mér stærra búr og fleiri fiska var einmitt stóri Pangasiusinn í Fiskabúr.is. Takmarkið var að enda með þannig :-)

Myndir af töffaranum:
Image

Image

og blinda hliðin:
Image

læt fylgja með tvær myndir af Walking Catfish i essinu sínu, grafandi upp plöntur og troða sér undir:
Image

Image
-Andri
695-4495

Image
Post Reply