*Búrin hennar Agnesar :)*

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

*Búrin hennar Agnesar :)*

Post by Agnes Helga »

Hér er tæplega 400 L.
Image
Er með malawi síklíðum

Image
220 L með malawi seiðum

Image
54 L með 3 bombínó og 6 blendingsseiðum sem eiga að verða matur.

Image
250 L með skölurum, einum gullfisk og fl.
Last edited by Agnes Helga on 12 Dec 2012, 18:22, edited 4 times in total.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Þetta lítur nú bara vel út hjá þér.
Annars myndi ég íhuga einhverjar tilfæringar á ljósabúnaðinum á 54l búrinu :shock:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

hehe takk, já, var bara að hafa ljós þegar ég tók mynd :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
jon86
Posts: 59
Joined: 28 Mar 2010, 23:52

Post by jon86 »

Mjög flott búr. Hvað varðar 54L þá myndi ég setja fínni möl í það (kribbar elska að róta í sandi) og búa til góðan helli ef þú ert ekki með þannig, þá eykurðu líkur á hrygningu :)
190L Juwel Trigon Samfélags
54L Rena Gubby búr
54L Rena Endler/Kribba seyðabúr
20L Hexagon Seyða-Rækjubúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

jon86 wrote:Mjög flott búr. Hvað varðar 54L þá myndi ég setja fínni möl í það (kribbar elska að róta í sandi) og búa til góðan helli ef þú ert ekki með þannig, þá eykurðu líkur á hrygningu :)
Takk, er bæði með 2x kókoshnetu, grjót og pott. Hvað varðar mölina var ég ekki með neinn fínni við hendina, skipti kannski í framtíðinni þegar ég finn fínni möl. Hef það í huga þegar ég fer næst út í fjöru að hreyfa hundanna.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
jon86
Posts: 59
Joined: 28 Mar 2010, 23:52

Post by jon86 »

Já ég skil :) 2 hellar fyrir eitt par ættu að vera meira en nóg. Eflaust í góðu lagi með grófa möl samt
190L Juwel Trigon Samfélags
54L Rena Gubby búr
54L Rena Endler/Kribba seyðabúr
20L Hexagon Seyða-Rækjubúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, hef alltaf verið með frekar grófa möl og hef átt kribba sem hafa alveg hrygnt án vandræða þannig. Er með tvær kvk tímabundið reyndar þarna ofan í, þess vegna setti ég nóg af felustöðum. Setti annars lokið bara á búrið, mikið betra að hafa ljós á því.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta lítur mjög vel út hjá þér Agnes. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Takk :)

Kom annars við í hobbýherberginu í dag og fékk fína 4 perlugúrama sem eiga að vera í 220 L búrinu þegar ég er komin með það á staðinn sem það á að vera á, er á leiðinni að færa það og þegar ég er búin að losna við malawi seiðin sem eru þar í. Á meðan hafa þeir það gott í 250 L búrinu með 6 skölum.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Image

Image
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Hér er smá myndband af parinu líka með seiðin til gamans :)

http://www.youtube.com/watch?v=o64cQgvHao0
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Squinchy »

Mjög flottir fiskar hjá þér :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Svavar »

Súper.... ekkert smá flott hrigning hjá þér þarna.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Takk :D komu ekkert smá mörg seiði þarna, eitthver afföll samt hafa orðið núna en eru með þó nokkur enþá :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Færðum malawi í 300 L og ætla að hafa kanaþema í 450 (sem er enþá hálf tómt og leiðinlegt) en í því er JD parið með seiðahóp.

Er mjög sátt með hleðsluna í 300 L hjá mér núna :)

Image

Fiskarnir eru mjög sáttir, sýna mikla og sterka liti og alltaf e-h kerlur með í kjaftinum :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Enn einu sinni búin að hrynga JD parið sem er nú í 220 L búrinu sem sést hér að ofan. Komin seiðahópur

Síðan er ég búin að bæta í 450 L búrið og listinn hljóðar svo;

5x skalar
4x perlugúramar
2x kribbar
2x ancistrur
1x SAE

einnig bætti í 7x mpanga ungfiskum í 300 L búrið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir.

Post by Agnes Helga »

Image
Uppstillingin í 400 L, planið er að bæta við meiri gróðri :D Er bara með valinsneru, venjulega, spiralis og eina risa ásamt svolítið af e-h anubias. Reyndar er risavalinsnera svona rauð, svo það er spurning hvernig henni reiðir af..

Image
Skalaparið mitt sem er alltaf að hrygna

Image


Image
220 L, reyndar búin að taka hellirinn og grjótið sem stendur vegna þess að þau grafa svo mikið að þetta hrynur bara :lol:

Image
Lítið breytt í malawi búrinu
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Það er seiði hjá kribbaparinu mínu, mikið svakalega er gaman að fygljast með þeim með hópinn sinn, þau elta alveg foreldrana og svona. Svakalega passa líka foreldranrir vel upp á seiðin, eru frekar grimm við hina fiskana í búrinu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Setti hellinn aftur hjá JD parinu. Fékk gróðurinn frá Sven í dag, anubias plöntur, og er hann komin í bæði 450 L búrið og eitthvað í 54 L búrið. Risa-valinsneran er buin að stækka svolítið en mér finnst liturinn alltaf bögga mig smá, hún er ekki alveg græn heldur frekar gulleit, hvað er að henni þá? Hitastigið í búrinu er ca 25-26°. Hún vex samt alveg hratt, er alveg komin í yfirborðið og ég hef stytt hana.
Hvað heitir valinsnerutegundin sem er alltaf lítil?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Búrið hjá JD parinu, vel rúmt um það :)

Image

Image

Image
Karlinn á ferðinni.

Image
Kerlan á fullri ferð, myndin hálf bjöguð eitthvað að beygja.. Gamla myndavélin mín eitthvað að gefast upp greyið.

Image
Kerluskinnið aftur

Reyni að koma með betri myndir seinna þegar ég finn snúruna við hina myndavélina.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Tango »

Flottir fiskar hlakka til að fá seiði frá þér :)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Monzi »

Kann að meta þessi búr hjá þér :)
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Frikki21 »

Kokoshnetan í 54l búrinu, þarf að lakka hana eða geturu sett hana beint ofan í búrið ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Takk.

Er reyndar með nokkrar kókoshnetu helminga sem ég gerði sjálf, það er svo sem hægt að kaupa þær í búðum, en finnst ódýrara að gera þetta sjálf. Nei, hún er ólökkuð hjá mér, eyðist ekkert upp og er búin að vera í fiskabúrum hjá mér í að ganga á 3ja árið. Kaupi bara kókoshnetu út í búð, geri gat þar sem holurnar eru, tæmi vökvan, saga þær í sundur og þríf innan úr þeim og sýð aftur, tók líka hárin eða þetta loðna dæmi af þeim með því að skrapa það í burt, annars eyðist það. Sauð síðan helmingana nokkrum sinnum til að koma í veg fyrir að þær liti frá sér. Geri svo sæmilegt gat í hliðina svo að fiskar komist inn og út.
Allt ólakkað og náttúrulegt hjá mér :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
halldora besta
Posts: 14
Joined: 30 Apr 2011, 19:10

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by halldora besta »

flott búr sérstaglega JD
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Frikki21 »

mér finnst þetta svo flott, er að spá í að herma.. 8-)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Já, gjörðu svo vel :P Veit svo sem ekki hvað þær kosta nú til dags í dýrabúðum ef fólk nennir ekki þessu veseni að gera sjálf ;)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Frikki21 »

kókoshneta í Kosti á 89 krónur ! maður gerir þetta auðvitað sjálfur :)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

hehe, já nákvæmlega :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Búrin mín, myndir. *nýtt 23.05.11*

Post by Agnes Helga »

Fallega Jack Dempsey parið dó í kvöld :( RIP.

Hitarinn sló út rafmagninu út á stofunni á laugardagskvöldinu mjög seint, svo dælan var ekki í gangi aðfaranótt sunnudags og langt fram á sunnudag sjálfan, var eitthvað að drífa mig í vinnuna svo ég leit ekkert á búrið fyrr en um kvöldið þarna og þá var allt dautt, svo set ég rafmagn aftur á og þá hitar helvítis hitarinn allt eins og hann fái borgað fyrir það og springur, kemur örugglega eitthver úrgangs-bomba í búrið, nítrartoppur eða hvað það heitir vegna hreyfingarleysis á vatninu og það fúnar. Þetta þoldi ekki parið og náði aldrei að jafna sig og drapst núna áðan. :(

Svo ég ætla að finna mér eitthvað sniðugt í búrið, eitthverjar hugmyndir?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply