Hæhæ
Við vorum að fá okkur afrískar síkliður á fimmtudaginn seinasta. Þar af eru 4 stk Estherae O.B. Daginn sem við fengum þá, sáum við að einn þeirra var með eins og sár, rétt hjá öðru tálkninu. Var eins og það væri að gróa eða eitthvað. Set myndir með. Vonandi sést eitthvað á þeim. Erum nýbyrjuð í þessu og viljum bara athuga hvort það verði ekki í lagi með hann
Er þetta sár eða eitthvað annað? Enginn af hinum fiskunum er með svona.
Set líka inn mynd af búrinu svona með
takktakk
kv. Kristel
Sár á fiski?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta sár gæti verið til komið af því fiskurinn hafi rispað sig á grjótinu, svona hraunkrjót getur verið ansi leiðinlegt og sjálfur hef ég stungið mig nokkrum sinnum í puttana á steinum sem þessum.
Prófaðu að setja 100-200 gr af salti í búrið og þá ætti þetta að skána á 1-2 dögum, ef ekki er sennilega eitthvað annað að.
Prófaðu að setja 100-200 gr af salti í búrið og þá ætti þetta að skána á 1-2 dögum, ef ekki er sennilega eitthvað annað að.
Ég hef verið með leptosomur sem hafa fengið svona sár á hliðina og þær drápust alltaf.. Veit ekki af hverju þetta kom, en mig grunar að þetta sé ekki bara einfalt sár... Eða var það amk ekki í mínu tilfelli, ég lenti í þessu með 3 leptosomur, með frekar löngu millibili.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net