Jæja gott fólk, ég er með tvö 20l tetra búr sem ég ætla að setja upp á næstunni og langaði að spyrja hvar flottustu bardagahænganir fást?
Ég hef verið að skoða á nokkrum stöðum en ekki séð neina hænga hvað þá bardagafiska yfir höfuð..!
Ég hef einmitt farið nokkrum sinnum í Dýraland, en ekki séð neina bardagafiska þar, ætla að kíkja aftur fljótlega, en ég reyni að forðast Dýraríkið útaf verðinu þar :/ er ekki alveg til í að borga fyrir tvo fiska þegar ég gæti fengið 3-4 fyrir sama verð á öðrum stöðum