Sár á fiski?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Sár á fiski?

Post by Kristel »

Hæhæ

Við vorum að fá okkur afrískar síkliður á fimmtudaginn seinasta. Þar af eru 4 stk Estherae O.B. Daginn sem við fengum þá, sáum við að einn þeirra var með eins og sár, rétt hjá öðru tálkninu. Var eins og það væri að gróa eða eitthvað. Set myndir með. Vonandi sést eitthvað á þeim. Erum nýbyrjuð í þessu og viljum bara athuga hvort það verði ekki í lagi með hann :?

Er þetta sár eða eitthvað annað? Enginn af hinum fiskunum er með svona.
Set líka inn mynd af búrinu svona með :)

takktakk
kv. Kristel
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta sár gæti verið til komið af því fiskurinn hafi rispað sig á grjótinu, svona hraunkrjót getur verið ansi leiðinlegt og sjálfur hef ég stungið mig nokkrum sinnum í puttana á steinum sem þessum.

Prófaðu að setja 100-200 gr af salti í búrið og þá ætti þetta að skána á 1-2 dögum, ef ekki er sennilega eitthvað annað að.
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

ok prufa það

takk takk :D
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Post by Maren »

sjávarsalt samt :-)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekkert frekar og helst ekki salt ætlað í sjávarfiskabúr þar sem það inniheldur ýmis steinefni ofl sem geta farið illa í suma fiska.
Bara salt sem ekki inniheldur joð.
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

Ég notaði bara Kötlu Borðsalt :P

Þeim virðist allavega ekki meint af því og synda um hressir og kátir :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held að flestir noti Kötlu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Post by Maren »

ó, ok, my bad :-p Mér var nefnilega sagt að það mætti aðeins nota sjávarsalt..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er margt furðulegt sem manni hefur verið sagt í sambandi við fiskana.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef verið með leptosomur sem hafa fengið svona sár á hliðina og þær drápust alltaf.. Veit ekki af hverju þetta kom, en mig grunar að þetta sé ekki bara einfalt sár... Eða var það amk ekki í mínu tilfelli, ég lenti í þessu með 3 leptosomur, með frekar löngu millibili.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply