Byrjandi nokkrar spurningar.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Escobar
Posts: 8
Joined: 23 Aug 2011, 22:38

Byrjandi nokkrar spurningar.

Post by Escobar »

Góðan daginn.

Ég var að kaupa fiskabúr, er búin að vera lengi með þá hugmynd að fá mér búr en ekki fundið neitt við hæfi.

Keypti eitt um daginn, það er ekki sláandi fallegt svosem en það er ljóslaust. Hvað segja fiskifræðingar um það?
Ég ætla að vera með búrið í stofunni sem er mjög björt.
Þetta verður einfalt ferskvatnsbúr.

Búrið er 100 L og um leið og ég er búin að kaupa mér skenk undir það þá byrjar stuðið :)

Hvar er fólk að kaupa 3d bakgrunna?

Annars fékk ég bakteríuna fyrir nokkrum árum og keypti mér 135 L búr og var með Convict seyði þar sem drápust nú eitt af öðru og á endanum seldi ég búrið...

Með kveðju og þökk.
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Byrjandi nokkrar spurningar.

Post by igol89 »

það er nú alltaf fallegra að hafa ljós og ef þú ætlar að vera með einhverjar plöntur þá er það alger nauðsyn
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Post Reply