Hydor korallia

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Hydor korallia

Post by kristjan »

hefur einhver reynslu af hydor korallia straumdælum. ÉG er búinn að vera með eina í rétt rúmt ár þegar hún tók uppá því að fara ekki í gang eftir að hafa verið tekin úr sambandi vegna þrifa. Var að spá í því hvort þessar dælur eigi ekki að hafa lengri líftíma?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
Storm
Posts: 37
Joined: 02 May 2011, 23:23

Re: Hydor korallia

Post by Storm »

ef hún er keypt á íslandi þá ætti hún að vera í ábyrgð
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hydor korallia

Post by Vargur »

Varstu að þrífa dæluna eða bara búrið ?
Ef þú tókst dæluna bara úr sambandi þá gætir þú þurft að taka rótorinn úr og þrífa hann og sætið fyrir hann. Það er algengt að drulla safnist þarna fyrir og þegar dælan er tekin úr sambandi þá nær hún ekki upp snúning aftur ef mikil drulla er við rótorinn.
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hydor korallia

Post by kristjan »

var að þrífa dæluna sjálfa þannig það er ekki vandamálið. :(
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hydor korallia

Post by kristjan »

ef hún er keypt á íslandi þá ætti hún að vera í ábyrgð
Ég keipti dæluna á netinu frá þýskri búð sem heitir aquaristic.net. Neytendalöggjöfin sem hér gildir kemur öll úr tilskipunum frá ESB og því gidir sama neytendavernd og hér í öllu ESB. Þannig að þó vara sé keypt á netinu þá er hún í ábyrgð rétt eins og ef hún væri keypt hér heima (að því gefnu að hún sé keypt í ESB ríki).

Ég sendi þeim mail og sagði frá vandamálinu með dæluna og þeir báðu mig um að senda sér hana til þess að hægt sé að skoða hvað er að. Ég gerði það og nokkrum dögum síðar fæ ég mail frá þeim um að þeir séu búnir að senda mér nýja dælu.

mæli með þessari verslun ekki dýrt og svona skjót og góð þjónusta.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hydor korallia

Post by keli »

Ekki slæm þjónusta þetta!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hydor korallia

Post by kristjan »

nei ég er mega sáttur var að fara að kaupa nýja þegar ég fattaði að prófa allavega að senda þeim póst
sparaði mér einhvern 15 þús kall
350 l. Juwel saltvatnsbúr
Post Reply