Góðan daginn.
Ég er að byrja með mitt fyrsta búr. Er með ca 100L búr og var að fylla það af vatni.
Ég keypti búrið notað ásamt dælu, dóti og sandi.
Nokkrar spurningar.
(Ég hef verið að leita en finn ekki neinn þráð um hvernig maður startar frá a-ö, kannski leitaði ég ekki nógu vel, endilega bendið mér á það þá.)
Hvað á ég að gera við sandinn? Er best að þrífa hann áður en ég set hann í búrið? Sandurinn er notaður. Hvernig er best að þrífa hann?
Hvað á ég að láta búrið ganga lengi áður en ég set plöntur í það?
Ég man þegar ég var með fiskabúr fyrir ca 5-6 árum þá átti ég alltaf í vandræðum með plönturnar, rótarfestingarnar voru svo slæmar að þær flytu flestar upp.
Ég ætla að byrja að fá mér auðvelda gotfiska, búið að lesa til og heyra fólk dásama endlera, svo eru gúbbý alltaf fallegir.
Ætla byrja smátt og fikra mig svo áfram.
Geta bardagakarlar verið með svona litlum gotfiskum?
Með von um svör og endilega benda mér beint á þræði sem svara spurningum, óþarfi að þylja sömu svörin upp aftur
Íris
Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Best er að sjóða sandinn, en þú getur líka bara skolað hann vel bæði undir sigti með köldu vatni og sjóðandi heitu vatni. Ég geri það yfirleitt, gott líka að skola sandinn í fötu líka
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Það er algjör óþarfi að sjóða sandinn. Bara skola hann vel í heitu vatni. Það er fínt að leyfa búrinu að cycla áður en þú setur plöntur í það, annars verður engin næring fyrir þær og þeir eiga erfitt uppdráttar. Bardagafiskar eru ekki góðir með gúbbum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Takk kærlega fyrir svörin.
Hversu lengi á ég að láta það ganga áður en ég set plöntur í?
En með rætur, er fólk ánægt með þær?
Hversu lengi á ég að láta það ganga áður en ég set plöntur í?
En með rætur, er fólk ánægt með þær?
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Ágætt að setja plöntur eftir 2-6 vikur og best er að byrja með einfaldar plöntur og gæta þess að kaupa plöntur sem hæfa lýsingunni í búrinu. Í 100 lítra búri er orginal sjaldnast góð lýsing fyrir plöntur, tegundir eins og td Anubias, Valisneria, java burkni og Java mosi ættu þó að ganga.
Ég mæli með að þú reynir að fá afleggjara hjá fólki hér á spjallinu til að byrja með og ekki kaupa plöntur í verslunum nema kynna þér hvort þær hæfi þeirri lýsingu sem þú ert með.
Ég mæli með að þú reynir að fá afleggjara hjá fólki hér á spjallinu til að byrja með og ekki kaupa plöntur í verslunum nema kynna þér hvort þær hæfi þeirri lýsingu sem þú ert með.
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Já það er hitt, búrið er ekki með ljósum.
Kallinn segist samt geta sett ljós í það sem hann á.
Hversu slæmt er að vera með ljóslaust búr? Hafði hugsað mér að byrja með þetta og færa mig svo í betra búr seinna meir.
Kallinn segist samt geta sett ljós í það sem hann á.
Hversu slæmt er að vera með ljóslaust búr? Hafði hugsað mér að byrja með þetta og færa mig svo í betra búr seinna meir.
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Fiskunum er sama þó ekkert sé ljósið en maður nýtur þeirra mun betur sjálfur ef ljós er á búrinu.
Gróður gengur ekki í ljóslausu búri þó örfáar tegundir tóri í nokkurn tíma við litla lýsingu.
Gróður gengur ekki í ljóslausu búri þó örfáar tegundir tóri í nokkurn tíma við litla lýsingu.
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Jæja komið vatn í búrið en það gengur alveg fáranlega erfiðlega að finna skenk/borð undir búrið sem kostar ekki mikið.
Við erum með svart þema í stofunni og það gengur ekkert að finna eitthvað sem passar.
Sit um barnaland
Ætla nú ekki að fara fylla búrið ef að það á svo eftir að finna endanlega stað.
Þarf ég ekki hitara í búrið? Er það ekki eina vitið?
Við erum með svart þema í stofunni og það gengur ekkert að finna eitthvað sem passar.
Sit um barnaland
Ætla nú ekki að fara fylla búrið ef að það á svo eftir að finna endanlega stað.
Þarf ég ekki hitara í búrið? Er það ekki eina vitið?
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Ég fór nú bara í góða hirðinn og fann fínan svartan skenk undir rumleg hundrað lítra búr hjá mér kostaði fimmhundruð kall barasvona smá hugmynd
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Re: Er að byrja með mitt fyrsta búr.
Mjög góð hugmynd, það er næst á dagskrá =)