Ég er að byrja með mitt fyrsta búr. Er með ca 100L búr og var að fylla það af vatni.
Ég keypti búrið notað ásamt dælu, dóti og sandi.
Nokkrar spurningar.
(Ég hef verið að leita en finn ekki neinn þráð um hvernig maður startar frá a-ö, kannski leitaði ég ekki nógu vel, endilega bendið mér á það þá.)
Hvað á ég að gera við sandinn? Er best að þrífa hann áður en ég set hann í búrið? Sandurinn er notaður. Hvernig er best að þrífa hann?
Hvað á ég að láta búrið ganga lengi áður en ég set plöntur í það?
Ég man þegar ég var með fiskabúr fyrir ca 5-6 árum þá átti ég alltaf í vandræðum með plönturnar, rótarfestingarnar voru svo slæmar að þær flytu flestar upp.
Ég ætla að byrja að fá mér auðvelda gotfiska, búið að lesa til og heyra fólk dásama endlera, svo eru gúbbý alltaf fallegir.
Ætla byrja smátt og fikra mig svo áfram.
Geta bardagakarlar verið með svona litlum gotfiskum?
Með von um svör og endilega benda mér beint á þræði sem svara spurningum, óþarfi að þylja sömu svörin upp aftur

Íris