ég ætla að gera smá tilraun og henda Salvini parinu í 78 lítra búr ásamt eitt stykki "fórn" þeim til skemmtunar
Ég veit að einhverjir sem lesa þetta hrista hausinn en vitur maður ráðlagði mér að prófa þetta svo ég læt vaða
Salvini komið yfir í 78 lítra búr
grisjaði allmikið í 500 lítra búrinu
keyti einhvern fisk
Rauði Oscar og Tiger Oscar eru farnir að þrífa flatan stein, verja svæðið í kringum hann og tæta allan gróður sem er þar í grendinni
Laglegt,
eru þeir ekkert að éta ræturnar á gróðrinum. Ég hef verið með þennan gróður og bæði Amerísku og Malawi átu ræturnar eins og snakk en litu ekki við blöðunum.
Ég held að það sé einhver fengitími hjá Óskurunum núna, tveir af mínum eru byraðir að bítast á og nuddast í hvor öðrum.
Vargur wrote:Laglegt,
eru þeir ekkert að éta ræturnar á gróðrinum. Ég hef verið með þennan gróður og bæði Amerísku og Malawi átu ræturnar eins og snakk en litu ekki við blöðunum.
Þetta er allt látið í friði hjá mér; blöð og rætur
nema bloddy stóru ameríkanarnir eiga það til að rífa upp þann gróður sem er fyrir þeim
Vargur wrote:Ég held að það sé einhver fengitími hjá Óskurunum núna, tveir af mínum eru byraðir að bítast á og nuddast í hvor öðrum.
Fékk 3 nýja Óskara í dag frá meistara Sindra
2 rauðir, 3-4 cm minni en minn minnsti
einn lutino, smá kríli, en ég hef miklar vonir á að hann verði flottur
Þá er ég með 6 Óskara í augnarblikinu, heljarinnar derringur í gamla rauða en það hlýtur að lagast með tímanum
Takk fyrir það, já það hefur heppnast mjög vel hjá mér, rótin gerir sitt gagn
Ég er að reyna að fá svipað "look" á 400 lítra búrið. ég er búinn að kaupa stóra rót í það
ég stefni á það að rífa bakgrunninn af og setja jafnvel bara plakat aftaná
Fékk stóran Red/Orange Parrot í dag, hef aldrei séð þá svona stóra, en þetta er grimmdar kvikindi og er að taka Viejurnar mínar í gegn
svona fallega ljótur en með mjög góða liti í sér
Óskar búrið er ekki að ganga upp hjá mér, 6 óskarar er kanski full mikið, ég er farinn að skipta um vatn 2 í viku og var enn ekki sáttur
Þessvegna eru 4 til sölu, hægt að skoða það nánar í söluþræðinum, sanngjarnt verð eins og alltaf
Salvini parið MUN hrygna á næstu dögum, svo mikið er víst
Black Belt síkliðurnar eru mögulega búnar að hrygna
Takk, hann byrjar leiðinlega
Var alltaf stilltur og góður hjá fyrri eiganda
svo kemur hann hingað og er með einhver dónaskap og yfirgang
Spurning hvort ég eigi að henda honum yfir til Viejanna og leifa þeim að siða hann til