ég var að kaupa 100l búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
windella99
Posts: 41
Joined: 27 Aug 2011, 21:52
Location: Hfn

ég var að kaupa 100l búr

Post by windella99 »

ég keypti mér fyrir 5 dögum 100l búr, ég er svo ánægð með það, ég átti 60l búr sem ég byrjaði með en ég var aldrei ánægð með það þar sem það var ekkert ljós og svo fannst mér það aðeins of lítið :lol: en ég á það líka enn og er með nokkra fiska í því

ég á enn eftir að ákveða hvaða fiska mig langar að hafa í stóra búrinu en ég er með núna í því 2 skala, fyrstu fiskarnir sem ég keypti þegar ég byrjaði í mars (keypti 3, einn í 60l búrinu) og þeir eru þeir eru lang elstu fiskarnir mínir, hef lent í ansi mörgum dauðsföllum :roll: en síðan þá er ég búin að lesa mér mikið til fiska og fiskabúr, þessi síða var algjör gullnáma að finna til að leita sér að svörum og ráðleggingum. ég er líka með held ég fimm platy fiska í 100l búrinu, mig dauðlangar að hafa 2 hvítar ryksugur því mér finnst þær svo flottar en hef ekki hugmynd hvað annað væri flott, mig langar í litsterka fiska sem eru rólegir og friðsamir.

hér koma íbúarnir í 100l búrinu
2x skalar
5x platy, held ég :roll:
3x eplasniglar

60l
1x skali
4x neon
4x gubbý
1x lítil ryksuga dökk með doppum
4. rækjur
og eitthvað um 5 eplasnigla

það er bara ótrúlegt hvað maður langar alltaf í stærra og meira búr :lol: þetta er bara svo gaman, mér finnst svo gaman að sjá kisurnar mínar fylgjast með fiskunum og reyna að ná þeim það er bara snilld ;)
langaði bara að kynna búrin mín, góða helgi öllsömul :wink:
Attachments
IMG_1691.JPG
IMG_1691.JPG (109.39 KiB) Viewed 6346 times
windella99
Posts: 41
Joined: 27 Aug 2011, 21:52
Location: Hfn

Re: ég var að kaupa 100l búr

Post by windella99 »

íbúar í 100l búrinu
Attachments
sá sem ræður öllu hehe ;)
sá sem ræður öllu hehe ;)
IMG_1697.JPG (98.23 KiB) Viewed 6341 times
hvíti skalinn minn
hvíti skalinn minn
IMG_1696.JPG (114.28 KiB) Viewed 6341 times
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: ég var að kaupa 100l búr

Post by Andri Pogo »

Þetta er fínasta búr hjá þér, ég myndi bara velja einhverja fallega tetru tegund til að bæta við, 5+ stk.
-Andri
695-4495

Image
windella99
Posts: 41
Joined: 27 Aug 2011, 21:52
Location: Hfn

Re: ég var að kaupa 100l búr

Post by windella99 »

takk kærlega fyrir það

ég er búin að ákveða að kaupa mér albínóa ancristur og svo úff ætla bara að láta það ráðast þegar ég fer að versla, það verður allavega fiskar sem geta leikið sér saman :lol:

ég er strax farin að langa í stærra, sæll ætla nú að róa mig niður þetta er flott.... í bili híhí
Attachments
held að hún sé preggó ;)
held að hún sé preggó ;)
IMG_1714.JPG (62.04 KiB) Viewed 6309 times
kisan mín að leika við fiskana ;) þetta er litla búrið 60l
kisan mín að leika við fiskana ;) þetta er litla búrið 60l
IMG_1296.JPG (62.48 KiB) Viewed 6309 times
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: ég var að kaupa 100l búr

Post by adidas »

Hehe ég skil þig svo vel. Ég leyfði mínum börnum að fá sér sitthvorn fiskinn í mars/apríl á þessu ári og við völdum sitthvorn bardagafiskinn handa þeim og þeir voru settir í blómavasa.
En það var ekki nógu gott fyrir mig svo ég reddaði þeim sitthvoru fiskakúluna og 2 eplasnigla.
Og aftur...það var ekki nógu gott fyrir MIG svo ég keypti sitthvort fiskabúrið. Dóttir mín fékk 35L inn í herbergið sitt og ég (ok ungi sonurinn) fékk mér 54L lítra búr. Hún er komin með auk hinna bardagafisksins 5 neon tetrur, tvo sverðdraga, black mollý, ryksugu og nokkra snigla.
Sonurinn á enn bardagafiskinn og ég hef bætt við 5 neon tetrum, ryksugu, sniglum (fullt af þeim) og aðra bardagakellingu sem fær reyndar að dúsa í blómavasa uppi á búrinu.

Og ég er ekki hætt....nei alls ekki. Nú er búið að gefa okkur mjög stórt búr til að selja en ég er alvarlega að spá í að koma með það hingað heim...en væri samt til í að selja það og fá mér kannski 100 lítra búr í staðinn.
I totally got the "fish bug" :Þ
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: ég var að kaupa 100l búr

Post by spawn »

flott búr.. hérna samt ein spurning hvernig fékstu köttinn til að halda niðrí sér andanum??? ég er búin að reyna með minn kött og ekkert gengur ;)
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
Post Reply