smá hjálp með gúbbí
smá hjálp með gúbbí
hæ ég keypti tvo gúbbí karla fyrir 2 dögum og einn er rosa hress og syndir útum allt en hinn liggur alltaf bara á botninum og er eiginlega alltaf bara á botninum! Hvað á ég að gera? Er hann veikur? Get ég skilað honum?
Re: smá hjálp með gúbbí
hvernig eru vatnsgæðin hjá þér? er langt síðan þú gerðir vatnaskipti?
Logi
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Re: smá hjálp með gúbbí
Fiskurinn er sennilega veikur en það er margt sem getur verið að. Best er að færa hann í sjúkrabúr og byrja á að salta, hækka hitann í 28° og reyna svo að finna út hvað er að og reyna hugsanlega lyfjagjöf þegar sjúkdómsgreining liggur nokkurn vegin fyrir, ath þó að sennilega borgar sig ekki að kaupa lyf til að laga einn fiska alls ekki kaupa bara eitthvað lyf.
Ef þú hefur ekki kost á því að einangra fiskinn þá er best að farga honum eða fara með aftur til seljandans svo hann smiti ekki aðra fiska hjá þér.
Ef þú hefur ekki kost á því að einangra fiskinn þá er best að farga honum eða fara með aftur til seljandans svo hann smiti ekki aðra fiska hjá þér.
Re: smá hjálp með gúbbí
Hæ ég hringdi í dýrabúðina og sagði að fiskurinn væri veikur en konan sagði bara að hann væri ekkert veikur heldur bara viðkvæmur fyrir flutningum eða ehv. Og hún sagði mér að þrífa búrið og gera vatnaskipti og þá ætti allt að lagast. Ég gerði það og fiskurinn dó. Get ég ekki komið með dauðann fiskinn í dýrabúðina og heimtað nýjan af því þau seldu mér veikan fisk?
Re: smá hjálp með gúbbí
Ég efast stórlega um að þeir gefi þér annan fisk, þeir kenna þér örugglega bara um það að fiskurinn hafi dáið, hjá hvaða dýrabúð keyptiru fiskinn ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
25 Lítra búr,
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: smá hjálp með gúbbí
hvernig þreifstu búrið?mekkin wrote:Hæ ég hringdi í dýrabúðina og sagði að fiskurinn væri veikur en konan sagði bara að hann væri ekkert veikur heldur bara viðkvæmur fyrir flutningum eða ehv. Og hún sagði mér að þrífa búrið og gera vatnaskipti og þá ætti allt að lagast. Ég gerði það og fiskurinn dó. Get ég ekki komið með dauðann fiskinn í dýrabúðina og heimtað nýjan af því þau seldu mér veikan fisk?
Re: smá hjálp með gúbbí
vonandi ekki með sápu :S
Logi
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Re: smá hjálp með gúbbí
nei ég þreif búrið ekki með sápu ég er ekki heimsk, og þessi fiskur var bara gallaður af því enginn annar fiskur var veikur eða slappur.
Re: smá hjálp með gúbbí
Þegar gúbbí hegðar sér svona þá er margt sem kemur til greina en af minni reynslu er costia algengasta vandamálið. Costía lifir í tálknum og er til vandræða og þekkist oft á gráu litarhafti, lystarleysi og útstæðum tálknum. Gamalt húsráð við costíu er að setja matskeið af salti í einn líter af vatni og halda fiskinum þar ofaní í eina mínútu og taka hann upp. Fylgstu vel með hinum fiskunum og hvernig þeir haga sér. Gúbbí þolir saltvatn mjög vel en margir sjúkdómar að sama skapi ekki þannig að oft er gott að vera djarfur í söltun á vatni ef einhverjir hvillar fara að skjóta upp kollinum.
Re: smá hjálp með gúbbí
hvernig þreifstu búrið?
ef fiskur er veikur, þá er hann ekki gallaður..
og starfsfólk í dýrabúðum er stundum óreynt í þessum
bransa og sér ekki að fiskurinn er veikur eða slappur..
Það er eiginlega viðskiptavinurinn sem verður að
hafa augun opin fyrir þessu sjálfur.
Valdiru fiskana sjálf eða léstu velja þá fyrir þig?
Ef þú valdir þá sjálf, tókstu eftir því hvort að þessi
sem dó hjá þér, hegðaði sér veikindalega í búðinni?
Svo er það eitt að gúbbý fiskar eru mjög viðkvæmir,
nema kannski þeir sem eru ræktaðir á íslandi.
við keyptum einu sinni mjög fallegan (Innfluttan) gubby karl,
sem synti um mjög hraustlega og sýndi sig fyrir hinum fiskunum í búrinu,
og hann var bara hálf dauður í pokanum þegar við komum heim.
og dó 5 min seinna eftir að hann kom í búrið..
Svona getur þetta stundum verið
en vonandi dregur þetta nú ekki úr fiskaáhuganum hjá þér,
ef illa gengur með gubbyana hjá þér,
þá er alltaf hægt að fá sér Endler í staðinn,
þeir eru skildir gubby og eru harðgerðari.
ef fiskur er veikur, þá er hann ekki gallaður..
og starfsfólk í dýrabúðum er stundum óreynt í þessum
bransa og sér ekki að fiskurinn er veikur eða slappur..
Það er eiginlega viðskiptavinurinn sem verður að
hafa augun opin fyrir þessu sjálfur.
Valdiru fiskana sjálf eða léstu velja þá fyrir þig?
Ef þú valdir þá sjálf, tókstu eftir því hvort að þessi
sem dó hjá þér, hegðaði sér veikindalega í búðinni?
Svo er það eitt að gúbbý fiskar eru mjög viðkvæmir,
nema kannski þeir sem eru ræktaðir á íslandi.
við keyptum einu sinni mjög fallegan (Innfluttan) gubby karl,
sem synti um mjög hraustlega og sýndi sig fyrir hinum fiskunum í búrinu,
og hann var bara hálf dauður í pokanum þegar við komum heim.
og dó 5 min seinna eftir að hann kom í búrið..
Svona getur þetta stundum verið
en vonandi dregur þetta nú ekki úr fiskaáhuganum hjá þér,
ef illa gengur með gubbyana hjá þér,
þá er alltaf hægt að fá sér Endler í staðinn,
þeir eru skildir gubby og eru harðgerðari.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L