Við eigum yndislegan bardagakall....eða hann hefur verið það síðan við fengum hann. Ekkert mál að henda til hans aðra fiska eða snigla...þar til ég keypti eina litla sæta bardagakellingu!
Ég vissi að sjálfsögðu að hann yrði aðgangsharður á hana, er búin að setja upp felustaði í búrið og setti líka í það flotgróður en allt kemur fyrir ekki....þau svoleiðis ráðast á hvort annað
Núna er að líða að mánuðinum síðan ég fékk kelluna og hún dúsir enn í blómavasa uppi á fiskabúrinu.
Á maður að prófa að setja aðra kellingu með henni? Eða er þetta kannski tapaður bardagi hjá mér að setja kellinguna í búrið? :'(
Kerlingar geta venjulega ekki verið hjá köllunum nema bara akkúrat til að fjölga sér, svo láta þær sig hverfa. Það er líklegt að karlinn endi á að drepa kerlinguna ef þú hefur þau saman.
Ef búrið er nógu stórt þá gengur það líklega upp (Þetta gengur jú upp í náttúrunni). Spurning hvað það þarf að vera stórt þá, mig grunar allavega nokkurhundruð lítrar.
keli wrote:Ef búrið er nógu stórt þá gengur það líklega upp (Þetta gengur jú upp í náttúrunni). Spurning hvað það þarf að vera stórt þá, mig grunar allavega nokkurhundruð lítrar.
Já það er góð spurning :Þ
En við eigum stórt búr í næsta húsi, er enn að hugsa mig um hvort ég eigi að selja það eða koma með það heim en man ómögulega lítra fjöldan á því, spurning hvort það dugi.....one can only hope.