ég keypti mér fyrir 5 dögum 100l búr, ég er svo ánægð með það, ég átti 60l búr sem ég byrjaði með en ég var aldrei ánægð með það þar sem það var ekkert ljós og svo fannst mér það aðeins of lítið

en ég á það líka enn og er með nokkra fiska í því
ég á enn eftir að ákveða hvaða fiska mig langar að hafa í stóra búrinu en ég er með núna í því 2 skala, fyrstu fiskarnir sem ég keypti þegar ég byrjaði í mars (keypti 3, einn í 60l búrinu) og þeir eru þeir eru lang elstu fiskarnir mínir, hef lent í ansi mörgum dauðsföllum

en síðan þá er ég búin að lesa mér mikið til fiska og fiskabúr, þessi síða var algjör gullnáma að finna til að leita sér að svörum og ráðleggingum. ég er líka með held ég fimm platy fiska í 100l búrinu, mig dauðlangar að hafa 2 hvítar ryksugur því mér finnst þær svo flottar en hef ekki hugmynd hvað annað væri flott, mig langar í litsterka fiska sem eru rólegir og friðsamir.
hér koma íbúarnir í 100l búrinu
2x skalar
5x platy, held ég
3x eplasniglar
60l
1x skali
4x neon
4x gubbý
1x lítil ryksuga dökk með doppum
4. rækjur
og eitthvað um 5 eplasnigla
það er bara ótrúlegt hvað maður langar alltaf í stærra og meira búr

þetta er bara svo gaman, mér finnst svo gaman að sjá kisurnar mínar fylgjast með fiskunum og reyna að ná þeim það er bara snilld

langaði bara að kynna búrin mín, góða helgi öllsömul
