Humar til sölu
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Humar til sölu
Þessi naggur er til sölu. Ég er fluttur út og gat ekki tekið hann með mér og enginn fjölskyldumeðlimur vill hugsa um hann.
Hann býr einn í þessu fína 54L búri með fínum sandi og LEGO kastala. Eins og sést á honum að þá er hann blár. Tegundin er Australian Red Clawed Crawfish.
Hann hefur stækkað síðan ég fór út, sem kom mér smá á óvart. Hef ekki mælt hann en hann er þokkalegur vel vaxinn. Myndi skjóta á 15cm.
Fannst hann skemmtilegri en fiskarnir. Hef reyndar ekki átt stóra fiska en þessi er með karakter. Þarf ekki að gefa honum mikið að borða og hann skítur lítið út. Ég gaf hann nokkrar rækjur og/eða gúrkubita á viku. Annars borðar hann mest allt. Elskar dauða fiska. Mínir fóru ekki í klósettið heldur til hans því útí náttúrunni er það helsti maturinn þeirra, dauðar lífverur.
Fiskabúrið sem hann er í fylgir bara með honum. Týpísk mál á 54L búri. Loftdæla í búrinu uppá gamanið og svo Rena iv2 Filstar dæla auk hitara. Ljósabúnaðurinn á búrinu er bilaður og vesen að gera við hann þar sem lokið er soðið saman innan í en ekki bara smellanlegt af.
Gerið tilboð í hann. Vil ekki eitthvað mjög lítið. Eiginlega fullvaxta humar sem á mjög mörg ár eftir ólifað enda aðeins 2-3. ára gamall. Búrið og tilheyrandi fer með ef þið viljið. Þurfið ekki að bjóða aukalega í það.
P.S. Hann getur ekki lifað með öðrum fiskum í búri og hann fjölgar sér ekki af sjálfsdáðum. Tegundin skiptist í kk og kvk. Ég veit ekki hvort hann er