Hjálp með gróðurbúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Ég er að fara fá mér annað 54 l búr, og mér langar rosalega að vera með flott gróður búr, án þess samt að vera með co2 kerfi. Hvað er best að gera svo að gróðurinn dafni vel ? Ég er með annað 54 l búr, og er bara með gróður peru í því og síðan tvær plöntu tegundir, valesneriu og egeria densa, þær vaxa samt sem áður ekkert rosalega hratt.
Hvað þarf ég að gera til þessa að fá svona flott gróðurbúr?
Veit ekkert um svona plöntu næringar dót, er það sett í botninn eða ? og hvaða plöntur er síðan flott að hafa sem að þurfa ekki Co2 ?

Öll ráð þegin :D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by keli »

Flestar hægvaxta plöntur eru fínar án co2. Þær þurfa líka lítið ljós. Ef þú ætlar að vera með mikið ljós þá þarftu co2. Ef þú ert bara með basic gróðurbúr þá minnkar næringarþörfin og það dugar að gefa fljótandi næringu öðru hvoru bara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

svona diy co2 are rosalega basic og tekur engann tíma að búa til og það gerir gróðurinn miklu fallegri
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Er nóg að blanda saman, sykri geri og vatni í 2 L flösku og slöngu frá tappanum í búrið, er það nóg ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

2 bollar af sykri, 1/2 teskeið ger, 1/4 teskeið matarsódi hafa virkar alveg brilliant hjá mér. tekur 2 lítra flösku með ágætlega heitu vatni c.a. 2/3 af flöskunni, og lætur 2 bolla sykri í það, tappann á og hristir vel þar til allur sykurinn hefur leyst upp. geymdu flöskuna þangað til að vatnið er kominn í stofuhita 24-26 °C. síðan lætur örlítið af volgu vatni í skál og blandar gerið vel við það og hrærir með gaffli til að activate-a það. ef þú lætur gerið í heitt vatn drepst gerið og ekkert virkar. Síðan seturu gerið, sem þú blandaðir við volga vatnið, og 1/4 teskeið matarsóda út í við vatnið í flöskunni og voala. borar gat á tappann og slöngu við.

Getur funndið fullt af leiðum til að diffusa kolsýruna sem kemur útí vatnið á netinu

vonandi hjálpaði þetta og þetta er mjög auðvelt að gera. ég ger þetta svona og búrið mitt er að springa
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Vá takk fyrir þetta ! :D Ég er að spá í að prófa... Þarf bara að kaupa aðra gróður peru líka, fer að setja upp búrið á næstu dögum.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Og já hvað ertu með stórt búr? og ertu síðan með slönguna beint í búrið eða ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

ég er með 240L. ég skal setja mynd hvernig ég diffusa þetta seinna í dag þegar ég er búinn að vinna
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

Image

Bara láta þig vita að ég er með tunnudælu í búrinu mínu sem hjálpar mér að diffusa loftbólurnar

1. outlet frá dælunni
2. loftsteinn
3. loftslangan frá co2 blöndunni
4. svampur, svo að loftbólurnar fara ekki strax út þegar þær koma
5. inlet fyrir dæluna
6. 24 cm malarsuga

það sem gerist er að þegar loftbólurnar koma úr loftsteininum er að þær þyrlast í straumnum sem myndast í malarsugunni og þar að leiðandi brjóta loftbólurnar í það litlar loftbólur að gróðurinn geti nýtt þær.
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Ég er að spá ég er með svo lítið búr, hvort að ég eigi að vera með bara 1 L flösku og helminga uppskriftina, og síðan er ég með dælu sem að sýgur loft, hvort að ég gæti ekki bara tengt slönguna sem að sýgur loftið beint í CO2 flöskuna ?
Flott teikning samt hjá þér ;)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

að helminga uppskriftina breytir ekkert styrkinum heldur bara endingartímanum... hafðu bara 2L flösku og ventil á slöngunni til að stjórna streyminu á kolsýrunni
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

En CO2 ætti alveg að geta blandaast nægilega við vatnið með að láta það koma með dælunni?
og hvar fæ ég svona ventil ?
og takk fyrir góð ráð ! :D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

svona krana á loftslönguna færðu allstaðar í dýrabúðum sem selur fiskavörur
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Ókei, takk fyrir þetta :D verður gaman að prófa :D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Guðný Linda »

Mér líst rosa vel á þetta og langar að setja svona system við búrið mitt. Það er 54 l. Eheim búr með lítilli Eheim dælu sem fylgdi með búrinu úr búð, þessi dæla er inni í búrinu. Hvernig er best að "diffusa" þetta, þar sem mín dæla er ekki fyrir utan búrið? Verð ég að bora gat á dæluna (belginn þar sem svampurinn er inni í). Sá reyndar á youtube hjá einu gaur að hann hafði keypt sér einhverja miniútgáfu af dælu fyrir þetta og það kom svakalega vel út. :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Squinchy »

Ég setti loft stein á endan þegar ég var með svona í mínu 54L búri, þá koma mjög fínar co2 loft bólur,sem hjálpar tví að leysast út í vatnið
Kv. Jökull
Dyralif.is
jrh85
Posts: 104
Joined: 04 Aug 2011, 20:24
Location: Reykjanesbær

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by jrh85 »

igol89 wrote:2 bollar af sykri, 1/2 teskeið ger, 1/4 teskeið matarsódi hafa virkar alveg brilliant hjá mér. tekur 2 lítra flösku með ágætlega heitu vatni c.a. 2/3 af flöskunni, og lætur 2 bolla sykri í það, tappann á og hristir vel þar til allur sykurinn hefur leyst upp. geymdu flöskuna þangað til að vatnið er kominn í stofuhita 24-26 °C. síðan lætur örlítið af volgu vatni í skál og blandar gerið vel við það og hrærir með gaffli til að activate-a það. ef þú lætur gerið í heitt vatn drepst gerið og ekkert virkar. Síðan seturu gerið, sem þú blandaðir við volga vatnið, og 1/4 teskeið matarsóda út í við vatnið í flöskunni og voala. borar gat á tappann og slöngu við.

Getur funndið fullt af leiðum til að diffusa kolsýruna sem kemur útí vatnið á netinu

vonandi hjálpaði þetta og þetta er mjög auðvelt að gera. ég ger þetta svona og búrið mitt er að springa

Væri ekki nóg að nota bara brugg ger? Einn poki er á um 600 kr. ,þarft bara að blanda volgu vatni og sykri saman og dugar í 25L tunnu. Myndi bara nota part af þessu fyrir 2L flösku þá
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Squinchy »

Það væri mjög sniðugt að nota brugg ger, það er harðgerðara en venjulega baruð gerið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

já notaðu brugg ger. það er mikklu betra :)
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Hvar fæst brugg ger ? bónus eða ? Og takk fyrir svörin !
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

t.d. europris
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Guðný Linda »

Squinchy: Ég hélt að það væri ekki nóg að láta loftbólurnar koma bara í gegnum loftstein, en ef það er málið, þá get ég bara skellt mér í að setja þetta saman, allt dótaríið til. Takk fyrir aðstoðina. 8)
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by unnisiggi »

síðan er hægt að kaupa sér svona stiga fyrir loftbólurnar virkar vel hjá mér allavega
Image
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Jæja þá er maður byrjaður á þessu, hvað tekur þetta vanalega langan tíma hjá ykkur þangað til að það fer að myndast nægur þrýstingur til að ýta CO2 út ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by unnisiggi »

2-3 tima hjá mér
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Sven »

Ég mæli með diffuse-setupinu eins og igol setti inn mynd af, en annars er bara að prófa sig áfram með þetta.
En bara að muna að þrír þættir þurfa að vera í jafnvægi í gróðurbúri, lýsing, kolsýra og næringarefni. Ef þetta er ekki í jafnvægi þá fylgir yfirleitt þörungur eða annar ófögnuður. Það þarf að fara mest varlega í ljósin, ef það er of mikið ljós miðað við hina þættina þá fer allt í fokk og það fljótt. Ef það er of mikil næring þá er hætta á að vatnið fúlni en það er svosem ekki mjög mikil hætta af of miklu CO2 nema að þú sért með kút, þú nærð seint að búa til of mikla kolsýru með DIY CO2.
Ef þú ert með frekar lítið ljós þá þarf að gefa mjög lítið af gróðurnæringu. Ef að plönturnar eru að visna eða sýna einhver merki vannæringar þá þarftu helst að googla bara hvað sé að út frá því hvernig plantan lítur út því ef henni vantar ljós þá lagar þú ekki neitt með því að bæta við gróðurnæringu.
En koslýra skemmir aldrei, bara að hana jafnan straum af henni, ef koslýran er að detta mikið niður inn á milli þá er það ávísun á þörunga, þess vegna var ég alltaf með 2 x 2L DIY CO2 þegar ég var að brugga þetta á sínum tíma og skipta svo um brugg í flöskunum sitt á hvað á 2gja vikna fresti.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Ég prófaði bara að tengja slöngu frá 2l flöskunni beint í búrið með litlum loftstein á, en mér finnst ekki vera koma mikið af CO2, en kanski á það bara að vera svoleiðis.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by igol89 »

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=26&t=12269
mynd 2 eða 3 þar sérðu bubble counterinn sem ég er að nota.
check valve og 5ml sprauta :)
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Guðný Linda »

Eru það flestar fiskaverslanir sem selja svona loftbólustiga og er hægt að fá hann í hentugri stærð fyrir 54 l. búr?
Haraldur
Posts: 20
Joined: 20 Apr 2010, 13:34

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Haraldur »

Sven wrote:Ég mæli með diffuse-setupinu eins og igol setti inn mynd af, en annars er bara að prófa sig áfram með þetta.
En bara að muna að þrír þættir þurfa að vera í jafnvægi í gróðurbúri, lýsing, kolsýra og næringarefni. Ef þetta er ekki í jafnvægi þá fylgir yfirleitt þörungur eða annar ófögnuður. Það þarf að fara mest varlega í ljósin, ef það er of mikið ljós miðað við hina þættina þá fer allt í fokk og það fljótt. Ef það er of mikil næring þá er hætta á að vatnið fúlni en það er svosem ekki mjög mikil hætta af of miklu CO2 nema að þú sért með kút, þú nærð seint að búa til of mikla kolsýru með DIY CO2.
Ef þú ert með frekar lítið ljós þá þarf að gefa mjög lítið af gróðurnæringu. Ef að plönturnar eru að visna eða sýna einhver merki vannæringar þá þarftu helst að googla bara hvað sé að út frá því hvernig plantan lítur út því ef henni vantar ljós þá lagar þú ekki neitt með því að bæta við gróðurnæringu.
En koslýra skemmir aldrei, bara að hana jafnan straum af henni, ef koslýran er að detta mikið niður inn á milli þá er það ávísun á þörunga, þess vegna var ég alltaf með 2 x 2L DIY CO2 þegar ég var að brugga þetta á sínum tíma og skipta svo um brugg í flöskunum sitt á hvað á 2gja vikna fresti.
aðeins off topic
ég er núna aðreins að föndra með 20l búr sem mig langar að gera að mini skrifsborðsgróðurbúri, hvað er það sem telst of mikið ljós í þannig búr?
það var bara svona 10w kæliskápapera í því sem gaf varla frá sér ljós.
Ég reif það allt það element úr, tók einhver vinnulampa sem ég átti í sundur og setti í búrið þannig að það er Tvöföld flúrpera 11W(http://www.getalamp.com/osram-dulux-s-11w-827-g23.html) er þetta ekki bara passleg lýsing?
Post Reply