Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Post by Guðný Linda »

Hér er aðalatriðið, mér finnst þetta magnað. Ég átti reyndar gullfisk stórann hlunk sem át úr hendi. http://youtu.be/0cwVeIVZY18

Svo koma hugrenningar mínar. Endilega segjið mér hvort þetta sé alveg vonlaust eða ekki.
Ég var að skoða tjarnirnar sem sum ykkar hafið verið að gera og hef orðið fyrir mikilli "inspiration". Ég bý á sveitabæ á Vesturlandi og það er stór tjörn hérna á milli tveggja íbúðarhúsa. Tjörnin er ca 40 m löng og ca 20 m breið þar sem hún er breiðust. Svo er eyja í henni miðri. Volgt hitaveituvatn rennur í hana allt árið, það er líklega einhversstaðar á bilinu 20-30 gráður þegar það fer í tjörnina. Hún er á flestum stöðum um og yfir 60 cm djúp og líklega dálítið yfir 1 meter þar sem hún er dýpst. Ég hef oft hugsað um að það væri gaman að hafa vatnaliljur og Koi í henni, en alltaf bakkað. Því í mjög miklum þurrkum yfir sumarið þá þornar vel í henni og bara nokkuð stór góður pollur í henni þar sem vatnið rennur í hana. Hún botnfrís ekki yfir veturinn.

Ég ætla að reyna að taka mynd af tjörninni svo þið sjáið aðeins það sem ég er með hérna. Tjörnin var grafin upp fyrir mörgum herrans árum með gröfu og ekkert sett í hana. Það er ekki rennsli úr henni en bara hitaveituvatnið (enginn kísill eða saltbragð) sem rennur í.

Er þetta vonlaust dæmi? Gæti ég keypt nokkra Koi og sleppt í núna, eða er betra að þeir byrji sumarið í tjörninni? Mig klæjar svo í puttana og langar að vita hvort þetta sé hægt.

Kv. Guðný.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Post by Sibbi »

Hahahaha, cool myndband :)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Post by keli »

Það ætti ekki að vera neitt stórmál að vera með koi í tjörninni, en spurning hvort það sé ekki vesen þegar hún er þurr - gætir þurft að láta renna aukalega í hana eða setja dúk í hana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Re: Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Post by Guðný Linda »

Sibbi: Já mér finnst þetta myndband bara æði. 8)

keli: Já ég gæti alveg bætt við rennsli í hana á þurrkatímum. En þó ég hafi ekki skoðað verð á dúk, þá held ég að kostnaðurinn yrði svaðalegur við að dúkaleggja tjörnina, því hún er um 40 m á lengd og ca. 20 á breidd. :roll:
Er skynsamlegt að kaupa Koi núna fyrir veturinn?
Post Reply