Hvað skal gera !

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Hvað skal gera !

Post by litla rjúpa »

allt er að drepast í búrinu hjá mér..
er ekki með mikið
fyrst drapst ein rækjan, svo ein ryksugan, svo ein neon tetra og loks hin ryksugan...
er vírus í búrinu ?
Hvað á ég þá að gera ? :cry: :grumpy:
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað skal gera !

Post by Sibbi »

Hvernig búr ertu með?
hvernig dælubúnaður er í búrinu?
hversu ört gerir þú vatnaskipti, og hve mikið vatn skiptir þú út?
einhver nýr fiskur nýlega?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Re: Hvað skal gera !

Post by litla rjúpa »

Sibbi wrote:Hvernig búr ertu með?
hvernig dælubúnaður er í búrinu?
hversu ört gerir þú vatnaskipti, og hve mikið vatn skiptir þú út?
einhver nýr fiskur nýlega?
Ég er með 70L búr (haiwa) eða álíka,man ekki aaalveg tegundina á því
Er með eina dælu (svampur inni í henni) og einnig með hitara og vatnið er um 27-28 gráður
vatnaskipti ? - þegar ég kaupi búrið var mér sagt að þess þurfi ekki,nema að setja vikulega smá nýtt vatn út í... geri það samt ekki aaalveg vikulega
En enginn nýr fiskur í búrinu, bara allt að drepast :(
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað skal gera !

Post by Sibbi »

litla rjúpa wrote:
Sibbi wrote:Hvernig búr ertu með?
hvernig dælubúnaður er í búrinu?
hversu ört gerir þú vatnaskipti, og hve mikið vatn skiptir þú út?
einhver nýr fiskur nýlega?
Ég er með 70L búr (haiwa) eða álíka,man ekki aaalveg tegundina á því
Er með eina dælu (svampur inni í henni) og einnig með hitara og vatnið er um 27-28 gráður
vatnaskipti ? - þegar ég kaupi búrið var mér sagt að þess þurfi ekki,nema að setja vikulega smá nýtt vatn út í... geri það samt ekki aaalveg vikulega
En enginn nýr fiskur í búrinu, bara allt að drepast :(


Já ok.
Ég mundi nú snarlega fara í vatnaskipti, taktu 20-30 lítra úr búrinu og bættu nýju í (með sama hitastigi), svoer ekkert að því að setja eins og 150 gr. af grófu Kötlusalti útí.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvað skal gera !

Post by keli »

Sibbi hittir naglann á höfuðið. Það er nauðsynlegt að skipta reglulega um vatn í fiskabúrum, ef þú gerir það ekki þá safnast úrgangurinn upp og fiskarnir verða á endanum veikir. Ég myndi byrja á að skipta um amk 50% vatn, passa að setja svipað heitt vatn í (kranavatn er í lagi, þarf ekki að vera upphitað kalt vatn), og gera það svo aftur á morgun. Það ætti að minnka úrgangsefni um 75% eða svo.

Það sakar ekki að vera svo extra dugleg að skipta um vatn núna á næstunni þegar búrið er að komast í jafnvægi aftur, en svo ætti að duga að skipta um 30% eða svo á 2 vikna fresti. Athugaðu að það er ekki nóg að bæta bara við vatni sem gufar upp, þú verður að taka vatn úr búrinu. Úrgangsefnin gufa nefnilega ekki upp úr vatninu og maður verður að taka þau úr með vatnsskiptum.

Svo sakar ekki að setja 100gr af salti eins og Sibbi bendir á, en ég myndi setja það í forgang að skipta vel út af vatni. Ef þú setur salt í, passaðu þá að setja það ekki allt í einu heldur dreifa því yfir einn dag til dæmis og leysa saltið upp í vatni áður en þú setur það í fiskabúrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Re: Hvað skal gera !

Post by litla rjúpa »

Vá takk fyrir þetta !
Fer beint í þetta í dag til að bjarga því lífi sem að ég á í búrinu nú þegar :)
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Hvað skal gera !

Post by unnisiggi »

síðan er þetta alltaf góður lestur http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=6&t=7003
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Post Reply