400L Búrið mitt [Toni]

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Hér ætla ég að hafa smá þráð um búrið sem ég var að starta.

Búrð er 400L Jewel búr og ég byrjaði á því að rífa innbyggðu dæluna úr því og nota hana sem powerhead í búrinu, ég ætla að byrja á því að keyra búrið á tunnudælu og sjá hvernig það gengur.
Hér eru allavega myndir af veseninum á okkur :D hehe semsagt sóttum sjó útí sjó :D


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Andri Pogo »

sjór er nú ekki minn tebolli en þetta er flott uppröðun í búrinu á neðstu myndinni... hvaða fiska ætlaru að setja í búrið?
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Herru ég er kominn með par af nemo og einn Damsel, leyfa þeim aðeins að koma flórunni af stað, einnig kominn með meira liverock. Skal henda inn nýrri mynd á eftir.

Andri sjórinn var aldrei minn tebolli en ákvað að prufa aðeins að fara útí þetta þó ég sé ekki með 100% búnað eins og er...
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Hér er ein nýleg af búrinu

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Squinchy »

Þetta lítur bara æðislega út :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ulli »

Þetta er flott :góður:
ins19
Posts: 82
Joined: 26 Apr 2011, 14:24

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ins19 »

Glæsilegt!
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Takk takk
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by svanur »

frábært
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Er ekki einhver meistari sem getur sagt mér hvað þessir heita :)
[1]
Image
[2]
Image
[3]
Image

[4] Og rakst á þennan áðan gott/slæmt ?
Image

úps soldið stórar myndir
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by kristjan »

Flott byrjun hjá þér. Eitt sem ég vill samt benda þér á það er það að tunnudæla getur reynst hættuleg í saltvatnsbúrum þar sem i mediunni getur farið að byggjast upp úrgangsefni og þá virkar tunnudælan frekar eins og nitrate verksmiðja heldur en hluti af hreinsunarbúnaðinu. Frekar myndi ég taka alla mediu úr dælunni og nota hana sem straumdælu. Ég byrjaði með tunnudælu og var í endalausu brölti með hana og ekkert gekk upp en svo skipti ég yfir í sump með próteinskimmer, svamphreinsidælu og smá refugium og þá fór að ganga betur, samt var alltafvandræði með nitrate. Svo tók ég svampinn úr og er því núna bara með próteinskimmer og þetta smá refugium og það hefur aldrei verið neitt vesen síðan. Próteinskimmerinn tekur mest af drullunni og restina ryksugar maður bara af botninum í sumpnum þegar skipt er um vatn.

Þetta a neðstu myndinni er bristle ormur sem er hluti af cuc (clean up crew) i burinu þ.e hann étur urgang fra fiskunum og matarleyfar þannig það fari ekki að rotna i burinu með þeim afleiðingum að nitrate/nitrite/ammonia fer að aukast. Semsagt goður ormur :) Þó ber að varast að koma við hann ef þú ert eitthvað að brölta í búrinu þar sem hann er þakinn broddum sem er víst sárt að fá í sig. Ef hann verður mjög stór getur hann einnig farið að valda vandræðum t.d. hef ég lesið um að þeir hafi étið fiska á næturnar þegar þeir sofa.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ulli »

Pic 2-4 er Furry green mushroom.
þarf helst að sjá hit undir Actinic ljósi :s

ps pic1 er þetta frá Dgarðinum?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Jæja gott að vita að þetta sé "góður" ormur :D hehe en já langar hrikalega í sump og skimmer, ætla aðeins að sjá til. Gengur allavega mjög vel hingað til.

Gott að vita með sveppina :D en já pic1 er grjót úr dýragarðinum. kannastu eitthvað við það ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Nokkrar myndir :)

Image

Image

Image

Einn í feluleik :D
Image

Image
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by botnfiskurinn »

Helvíti flott!
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ulli »

Toni wrote:Gott að vita með sveppina :D en já pic1 er grjót úr dýragarðinum. kannastu eitthvað við það ?
Heldur betur.
Tessi er sirka 5cmx4cm þetta er Man m8 Lr ekkert verra en annað en það var flutt inn af dýrabúðini í kef fyrir mörgum árum.
Annars er ég búin að gefast upp á því að finna hver það sem tók allt frá mér án þess að borga fyrir það.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Já var þessi bútur hluti af því ? ég get alveg fengið þá í dýragarðinu til að sanna það að ég hafi keypt þetta hjá þeim... spurning um að tjékka hvaðan þeir fengu þetta.. Ég vil alls ekki láta einhvern halda að ég hafi stolið einhvejru.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ulli »

er alls ekki að seyja að þú hafir gert það :)
Sá sem hefur tekið frá mér hefur komið því í dýragarðin.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Smá video af rækjunni sem ég var að kaupa :)

http://www.youtube.com/watch?v=0oRQQEJcnsE
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Getur einhver sagt mér hvað þessi sveppur var að gera.. allt í einu í gær tók hann sér til og lokaði sér alveg í svona klukkutíma, fékk hann eitthvað að éta eða ?

Fyrir
Image
Eftir
Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Squinchy »

langt síðan vatnskipti voru gerð ?, gott að mæla vatnið og sjá hvort ammonia NH4 sé á svæðinu, og svo Nitrite NO2 og Nitrate NO3
annars hefur eitthver líklegast verið að narta í hann
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by ulli »

sennilega verið að étta.
gaf mínum stundum rækjur
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Já þarf að mæla vatnið(sjóinn) hjá mér..

En Ulli já mér finnst það líklegt því ég var eimmit að gefa fisknum að borða þegar hann allt í einu lokaði sér :)

takk fyrir svörin
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Ein sp. var að festa kaup á eina Anemone, nú er hún komin langleiðina bakvið grjót, þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur af henni ?

keypti hana í gær og hún var í allan gærdag á sama stað og ég setti hana á og var voða flott þá. haldið þið að hún eigi ekki eftir að koma sér þaðan út og koma sér fyrir einhvernstaðar ?
Storm
Posts: 37
Joined: 02 May 2011, 23:23

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Storm »

grasið er oftast grænna hinumegin við klettinn fyrir anemone, ættir ekki að hafa áhyggjur held ég.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

á maður að vera að standa í því að grafa hana upp og færa hana ? eða leyfa henni að rölta um búrið bara ?
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by kristjan »

Anemonur finna ser sjalfar staðinn i búrinu sem hentar þeim best. Það þyðir ekkert að færa hana aftur þar sem hun færir sig þa bara aftur. Tu getur profað að breyta straumnum i búrinu og þannig gert eftirsóknarvert fyrir hana að færa sig sjálf eitthvert annað. Eg hef verið með nokkrar en alltaf hafa þessi ferðlög endað i dæluinntaki með tilheyrandj leiðindum.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by DNA »

Þær festa sig yfirleitt þar sem þær gera breytt úr sér rétt undir þar sem straumur er góður.
Ef það gerist ekki breyta dælunum.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by Toni »

Já hún er nú komin fram núna :D ætla að leyfa henni að rölta aðeins um... hvað þarf að gefa henni að éta ? rækjubita ?
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 400L Búrið mitt [Toni]

Post by DNA »

Já það dugar einu sinni til tvisvar í viku eða bara eitthvað sjávarfang úr dýraríkinu.
Ef þú ert með trúða þá færa þeir henni bita sem eru of stórir fyrir þá sjálfa.
Post Reply