Þar stendur að í gróðurlaus búr ætti að salta en gróðurbúr ætti að lyfjabaða.
Nú er bara nýjasti fiskurinn minn með bletti um allt og einn eldri sem klórar sér en sýnir engin bletta einkenni, ég er með milli 7-12 plöntur og fullt af flotgróðri í búrinu á ég þá að sleppa því að salta??
Svo var ég að lesa að rækjur þoldu ekki lyfjagjafir, ég er með slatta af þeim líka og þar eina eggjafulla. (líka fullt af eplasniglum og öðrum)
Það hefur verið allt í lagi hjá mér að salta, bara allsekki ofmikið í gróðurbúr.
Ég veit ekki hvað telst mátulegt, en séníin hérna á spjallinu eru að salta 2-4gr. í pr. 10L.
Ég gæti trúað að ég hafi oft skellt 2-3gr. þótt gróður hafi verið í búrinu, reini hinsvegar að hafa vatnaskipti fyrr vegna gróðursins.
En það koma ábyggilega meira vitibornara fólk með betri upplýsingar hér.
það er líka hægt að einangra veika fiskinn og salta vatnið bara hjá honum í svona 3 daga virkar fínt hef stundum þurft að gera það því ég er með mikinn gróður.
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
Jæja skrapp niðrí Dýraríki og spjallaði við vini mína um þetta, áhvað að prufa að nota Sera med Protazol, það á víst ekki að innihalda þau efni sem drepa rækjurnar http://www.sera.de/uk/pages/products/in ... l.html[url][/url]
Þá er bara að bíða og sjá til, geri svo 80% vatnsskipti á morgun. Setti líka loftdæluna í gang og tók kolafílterdæmið sem var í úr.