Nú hef ég verið að skoða mikið myndir af fiskum á netinu og það virðist vera mikið um það að fólk sé ekki með neina möl eða sand í búrinu hjá sér.
Þá er ég að meina stór búr, skil vel að lagerbúr hjá verslunum og þannig lagað séu með þetta svona.
Mér hefur alltaf fundist þetta hálf kjánalegt og skrítið að sjá en fór svo að hugsa hvort þetta sé eitthvað sniðugt.
Er ekki helsta ástæðan fyrir þessu sú að drulla safnast ekki fyrir á botninum? Er eitthvað meira jákvætt við þetta?
Það neikvæðasta við þetta finnst mér vera útlitið, ónáttúrulegt og skrítið að sjá fiska liggjá bara á glerbotninum. Svo er varla hægt að planta lifandi gróðri
malarlaus búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ég er mjög hrifinn af malarlausum búrum, auðvelt að þrífa. Öll búrin í kompunni hjá mér eru þannig.
Ég hef málað botninn á sumum og þá finnst mér búrin líta betur út.
Plöntur geta svo verið í pottum.
Reyndar vil ég ekki hafa stofubúrin svona en gæti þó vel endað í einhverju slíku, td með stóra fiska.
Ég hef málað botninn á sumum og þá finnst mér búrin líta betur út.
Plöntur geta svo verið í pottum.
Reyndar vil ég ekki hafa stofubúrin svona en gæti þó vel endað í einhverju slíku, td með stóra fiska.
Upphaflega hefur mölin væntanlega verið sett í til að líkja eftir heimkynnum fiskanna.
Þar sem við höfum oftast séð þau með möl finnst manni hálf kjánalegt að sjá þau malarlaus, í byrjun.
Kosturinn sem ég sé við að vera laus við mölina eru auðveldari þrif. Það er sneddí að mála botninn eins og Vargurinn gerir.
Ég er með 54 ltr. búr sem ég hef notað við ýmis tilefni og haft malarlaust. Þá hef ég sett í það stóra steina, gróður í pottum o.þ.h. og komið vel út.
Þar sem við höfum oftast séð þau með möl finnst manni hálf kjánalegt að sjá þau malarlaus, í byrjun.
Kosturinn sem ég sé við að vera laus við mölina eru auðveldari þrif. Það er sneddí að mála botninn eins og Vargurinn gerir.
Ég er með 54 ltr. búr sem ég hef notað við ýmis tilefni og haft malarlaust. Þá hef ég sett í það stóra steina, gróður í pottum o.þ.h. og komið vel út.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Seiðabúr og svona er ég með malarlaus, en mér finnst miklu flottara að vera með möl og svona fínerí eitthvað í búrum...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net