jrh85 wrote:efast nú um að þetta sé albino pleggi. hún er í fullri stærð 6-7cm en pleggi verður töluvert stærri
Þessi fiskur er með rauð augu, ég hef átt svona, minn var yfir 15cm þegar að ég gaf hann.
Ef maður skoðar gamlar fiskabækur þá er talað um að pleggi geti orðið 20cm, síðan þegar bækurnar verða nýrri þá virðist stærð þeirra stækka, ég hef séð 60cm plegga. Svo þarf ekkert að efast um það að margir af þessum pleggum sem við höfum fengið til landsins sem "plegga" hafa ekki verið sama tegund. Virðist vera með þá sem eru að selja þá erlendis að þeir geta bara slumpað tegundaheiti á þá.
T.d. Brúsknefur kemur oftast bara sem ancistrus eða ancistrus sp. ekkert sagt hvaða tegund af ancistrus það er, temmincki eða eitthvað annað, enda er ekki gott fyrir venjulegan leikmann að sjá þá í sundur
