Það hefur lengi blundað í mér að fá mér fiskabúr og nú lét ég verða að því að fjárfesta í 90L fiskabúri. Ég er nýbúinn að standsetja það, keypti 3x rauða platy's til að koma því aðeins í gang og sit nú og velti fyrir mér hvað ég á að setja í það.
Líklega verð ég með nokkrar mismunandi tegundir af tetrum eða álíka fiskum í búrinu og svo var planið að vera með ryksugu (eftir að hafa lesið spjallið hérna þá væri ancistra málið í 90L búr?).
Svo sá ég hérna á spjallinu að það væru einhverjir með red cherry rækjur sem mér finnst svolítið spennandi en þá vaknar spurning, geta þær verið með ofantöldum fiskum og þá sérstaklega ancistrunni?
Þá vaknar líka spurning um rækjurnar, krefjast þær að það séu plöntur í búrinu? Og auka plöntur ekki vesenið í kringum fiskabúr?
Ég er með ancistrur og rækjur saman, og það í sexhyrntu 30-40 lítra búri, var í gær síðast að taka frekar stóran karl úr slíku búri, geymdi hann þar í um viku.
Þetta getur allt lifað í sátt og samlindi hjá þér, ég hefði frekar haldið að Platy_inn "gæti" rótað í rækjunum, en veit það samt ekki.
Það er mikið af snillingum hér á spjallinu, og einhver mun klárlega koma með uppl. handa þér.
He he, ég veit hvað skal segja 6cm kallast nú ábyggilega þokkalega stór, en verða að sjálfsögðu miklu stærri, eða geta orðið það.
Já, ég er með smá gróður í rækjubúrunum, reindar öllum búrum, nema hjá humrunum.
Sæll marinop.
Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af rækjunum gagnvart þessum fiskum. Ég er sjálfur með 90 l. búr með sverðdrögurum, platyum og nokkrum ancistrus. Hafðu endilega fallegar plöntur, þær eru bara til gagns og hluti af innréttingu búrsins. Einnig er gott að hafa flata steina sem þú raðar þannig að glufur myndist, þá hafa ungrækjurnar skjól. Rætur gera oft sama gagn. Mundu svo að þolinmæði er nauðsynleg í þessu áhugamáli. Gangi þér vel.