Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 26
- Joined: 11 Sep 2011, 16:28
Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Hvað setjið þið mikið? Er með 200 lítra?
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Sæl lindamjöll.
Á nokkuð að setja matarsóda hjá þeim. Er nokkuð viss um að vatnið hér á skerinu henti ameríkusikliðum.
Á nokkuð að setja matarsóda hjá þeim. Er nokkuð viss um að vatnið hér á skerinu henti ameríkusikliðum.
-
- Posts: 26
- Joined: 11 Sep 2011, 16:28
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Ok takk kærlega
Las um einhvern sem setti matarsóda í vatnið og Óskararnir hans urðu þvílíkt happy, það er svo mikill þörungur hjá mér og ég er nota bene með tvo fiska í ´burínu 15 cm severus red spotted og 5 cm Texas og er þvilíkt dugleg að skipta um vatn og ég held að það sé málið þegar ég hugsa betur, þörungurinn eykst þvílíkt ca 2 dögum eftir vatnsskiptin, hef verið að skipta út alveg 60 lítrum af 200 vikulega. ætla að prófa að gera minna vikulega og svo er ég að fá ryksugur í þrifin á mrg
Las um einhvern sem setti matarsóda í vatnið og Óskararnir hans urðu þvílíkt happy, það er svo mikill þörungur hjá mér og ég er nota bene með tvo fiska í ´burínu 15 cm severus red spotted og 5 cm Texas og er þvilíkt dugleg að skipta um vatn og ég held að það sé málið þegar ég hugsa betur, þörungurinn eykst þvílíkt ca 2 dögum eftir vatnsskiptin, hef verið að skipta út alveg 60 lítrum af 200 vikulega. ætla að prófa að gera minna vikulega og svo er ég að fá ryksugur í þrifin á mrg
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Já, var það ekki útaf því að PH gildið varð að vera svo hátt því þeir voru að hrygna eða með hrogn? Rámar í þennan þráð.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Sælar.
Óskarinn er ekkert sérlega krefjandi varðandi vatn, þ.a. matarsódi er óþarfur. Hef ekki séð þennan þráð. Það er ekki hægt að gleypa allt hrátt sem skrifað er á netinu, jafnvel þó útlent sé.
Óskarinn er ekkert sérlega krefjandi varðandi vatn, þ.a. matarsódi er óþarfur. Hef ekki séð þennan þráð. Það er ekki hægt að gleypa allt hrátt sem skrifað er á netinu, jafnvel þó útlent sé.
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Algjör óþarfi að breyta íslenska vatninu eitthvað fyrir óskara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
ég lennti í þessu þörungaveseni með eitt búrið mitt, ég prufaði að hafa ljósið í búrinu bara slökkt í 4 daga og passaði að sólin gæti ekki skínt á það og þörungurinn hvarf
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
-
- Posts: 26
- Joined: 11 Sep 2011, 16:28
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
takk kærlega Tango
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
Hvaða þörung fékkstu í búrið lindamjöll ?
-
- Posts: 26
- Joined: 11 Sep 2011, 16:28
Re: Matarsódi í búr með ameríkusíkliðum
brúnan og ljótan á veggina og steinana, kemur rosa hratt, vatnið samt alveg tært, en fékk ryksugur í gær, ansi hreint duglegar það er allavega enginn þörungur í bili