Halló allir.
Ég er nýr hérna og ákvað að prófa að setja innlegg í umræðuna, bara til að prófa. Er að byrja frá grunni í þessu og þekki varla muninn á gullfiski og hákarli... kominn með búr og er í þann mund að græja það fyrir ferskvatnsfiska en draumurinn er samt að setja upp gott kóralrif. Sá draumur hefur blundað í mér allar götur síðan ég fór í viku-köfunarleiðangur í Rauða Hafið og sá alla litadýrðina í sínum réttu heimkynnum. Ráðleggingar og hugmyndir af fiskavali og gróður (og annað) vel þegnar. Og er hægt að gera búrið algerlega sjálfvirkt varðandi fóðrun og þrif ef maður færi í burtu um stund ?
Kveðja Fjölnir.
Halló heimur !
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Halló heimur !
Hvað er búrið stórt?
Það er ágæt byrjun að fara á þessa fínu heimasíðu og kíkja á myndir af fiskum og sjá hvað þér líst á betur en annað: http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... lokkar.htm
Það er hægt að fá sjálfvirka matargjafa en flóknara með þrifin. það er þó alveg hægt að skilja búr eftir í góðan tíma ef það er gefið lítið á meðan.
Það er ágæt byrjun að fara á þessa fínu heimasíðu og kíkja á myndir af fiskum og sjá hvað þér líst á betur en annað: http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... lokkar.htm
Það er hægt að fá sjálfvirka matargjafa en flóknara með þrifin. það er þó alveg hægt að skilja búr eftir í góðan tíma ef það er gefið lítið á meðan.
Re: Halló heimur !
Takk fyrir ábendinguna Andri.
Búrið er 350ltr og býður upp á marga möguleika. Gamla búrið hans Arons. Það verður standsett um helgina og það heldur fyrir mér vöku að velja íbúana.
Búrið er 350ltr og býður upp á marga möguleika. Gamla búrið hans Arons. Það verður standsett um helgina og það heldur fyrir mér vöku að velja íbúana.