530l akvastabil gamalt sem ég spreyjaði og gerði fínt... Á eftir að ákveða mig alveg með fiska en það verður eitthvað skemmtilegt. Setti búrið bara upp í gær þannig að það er hellingur eftir að gera (eins og að redda loki og klára að planta gróðri), en annars fer þetta að taka á sig mynd.
Eins og er er convict, 7 trúðabótíur, claria, shovelnose og nokkrar ankistrur.
Flott búr kallinn , það er ekkert mál að setja bakgrunn eftir að búrið er reddí, þarft bara 4 hendur til þess, halda því á réttum stað og svo bara líma með fram köntunum ég einn náði að setja bakgrunn á 600L búrið mitt þannig að það er ofur easy með hjálp
[quote="keli"]Þyrfti ég samt ekki að tæma það til að koma bakgrunni á og kítta hann fastan?[/quote
Ef þú ætlar að setja 3d bakgrunn þýðir ekkert annað og helst leggja búrið á hliðina svo þú náir að pressa bakgrunninn á.
Ef þú ert að spá í plakat þá er ekkert stórmál að tæma nánast allt vatnið úr búrinu, skilja bara eftir nokkra cm svo fiskarnir geti verið í því, þá getur þú sennilega ýtt búrinu frá veggnum og límt plakatið á. Ég gerði þetta einu sinni með 500 l og virkaði fínt.
Vargur wrote:
Ef þú ætlar að setja 3d bakgrunn þýðir ekkert annað og helst leggja búrið á hliðina svo þú náir að pressa bakgrunninn á.
Ef þú ert að spá í plakat þá er ekkert stórmál að tæma nánast allt vatnið úr búrinu, skilja bara eftir nokkra cm svo fiskarnir geti verið í því, þá getur þú sennilega ýtt búrinu frá veggnum og límt plakatið á. Ég gerði þetta einu sinni með 500 l og virkaði fínt.
Jamm... helst vildi ég 3d, en ég nenni því líklega ekki.. Finn mér eitthvað svart eða eittvað til að hafa í bakgrunninum.. Einhver sérstakur litur sem þið mælið með?