Ég lét loksins verða að því að fá mér fiskabúr aftur eftir mjög mörg ár , skellti mér á eitt 85L (mynd af því hér fyrir neðan ), í búrinu er ég með 2 síur ( eða dælur , þekki ekki muninn! ) , hitara og 2 hitamæla. Tvær perur eru svo á lokinu.
Það sem ég hef verið að velta mér fyrir er hvaða fiska ég á að hafa í búrinu .. er með 5 neon tetrur eins og er. Langar í litríka fiska en hef ekki hugmynd hvaða tegundir væru bestar með tetrunum.
Hafði líka hug á að fá mér ryksugufisk eða jafnvel örfáa eplasnigla.
ENDILEGA EKKI HIKA VIÐ AÐ KOMA MEÐ UPPÁSTUNGUR !
Kv.
Lipurtá
- Sóley
Eins og er ..
20l . skrautbúr
Never give up
When the sun goes down,
the stars come out
Fáðu þér gotfiska og Ancistrur (ryksugu fiska). Ég var með eplasnigil með stærri fiskunum mínum, og þeir létu hann aldrei í friði, setti hann í seiðabúrið hjá mér og hann er kominn með þvílíka fálmara ! En já neon tetrunum mínum líður vel með gotfiskunum mínum.
Frikki21 wrote:Fáðu þér gotfiska og Ancistrur (ryksugu fiska). Ég var með eplasnigil með stærri fiskunum mínum, og þeir létu hann aldrei í friði, setti hann í seiðabúrið hjá mér og hann er kominn með þvílíka fálmara ! En já neon tetrunum mínum líður vel með gotfiskunum mínum.
Frábært, hef mikið verið að pæla í að fá mér hlébarða edlerinn , grænlínu tetruna og jafnvel sporðdraga, já og auðvitað ancristur ! Eru ancristur ekki annars næstum nauðsynlegar í svona búr ?
- Sóley
Eins og er ..
20l . skrautbúr
Never give up
When the sun goes down,
the stars come out
Ég er með 54 l. búr og í því eru Cardinal tetra og Pink Flame tetra (heitir minnir mig Logatetra á ísl.). Logatetran er sérstaklega falleg og lífleg að mínu mati. Með ljúfum búrfélögum og í góðu vatni og á góðu fóðri er hún ekki spar á að sýna litina. En hún skartar ekki alltaf mestu litunum í verslunum, en breytist svo gríðarlega þegar hún hefur jafnað sig eftir flutninginn og er kominn heim í búrið þar. Svo er ég með tvær albinóa ancistrur og einn Red Lip snail í búrinu mínu.
Takk fyrir þennan þráð....
eftir að einhver sýking komst í mitt búr og þar af leiðandi drapst allt
þá hef ég startað því aftur, byrjaði á að fá mér einmitt 5 stk af neon tetrum, fæ því hugmyndir hér hvað hentar vel með tetrunum