Ég lét loksins verða að því að fá mér fiskabúr aftur eftir mjög mörg ár , skellti mér á eitt 85L (mynd af því hér fyrir neðan ), í búrinu er ég með 2 síur ( eða dælur , þekki ekki muninn! ) , hitara og 2 hitamæla. Tvær perur eru svo á lokinu.
Það sem ég hef verið að velta mér fyrir er hvaða fiska ég á að hafa í búrinu .. er með 5 neon tetrur eins og er. Langar í litríka fiska en hef ekki hugmynd hvaða tegundir væru bestar með tetrunum.
Hafði líka hug á að fá mér ryksugufisk eða jafnvel örfáa eplasnigla.
ENDILEGA EKKI HIKA VIÐ AÐ KOMA MEÐ UPPÁSTUNGUR !


Kv.
Lipurtá