Einmitt það sem ég er að nefna hér að ofan (í söluþræði). Það er alveg ljóst að hér er um blendinga er að ræða og þeir sem eru að rækta af einhverju viti hljóta að vita hvaðan þeirra fiskar eru að koma og ættu ekki að notast við eintök ef vafi liggur á uppruna fiskanna. Auðvitað get ég ekki stýrt hvað nýir eigendur gera svo í framhaldinu en óafvitandi þynning ætti ekki að eiga sér stað hjá þeim sem eru að standa í þessu af einhverri alvöru. Miðað við gæðavandamálin á þessu sviði þá væri ef til vill heppilegt að ræktendur legðu meiri áherslu á að vita uppruna sinna fiska en að agnúast út í blendinga sem ógna þeirra vinnu á engan hátt ef rétt er staðið að ræktuninni. Hver og einn ætti því að fókusa á sína eigin vinnu því vonlaust er að reyna stýra því hvað allir hinir eru að gera. Harkaleg viðbrögð viðbrögð við auglýsingum þeirra sem standa heiðarlega að hlutunum er að mínu mati meiri áhættuþáttur í þessu samhengi því það eykur líkur á því að fólk segi ekki eins og er um uppruna sinna fiska af ótta við neikvæð viðbrögð. Þeir fiskar gangi svo kaupum og sölum sem hrein tegund en eru í raun jafn fjarri því og þeir fiskar sem hér um ræðir.keli wrote:Mér finnst ekkert að því að rækta blendinga, en ég set spurningamerki við að dreifa blendingunum áfram. Það er í raun vandamálið, því þótt þú vitir að þetta eru blendingar, þá veistu ekki hvað verður um þá þegar þeir hafa farið frá þér, og þeir sem taka við þeim halda kannski áfram (óafvitandi) að blanda við önnur afbrigði í búrunum hjá sér, og þar af leiðandi þynna út þá hreinu stofna sem eru til. Þetta gerist ekki á nokkrum mánuðum, heldur á einhverjum árum. Svo fara svona fiskar að skila sér í búðir og þá heldur boltinn áfram að rúlla og þynnir stofnana sem eru í búrum fiskaunnenda.
Er ennþá blaut á bakvið í eyrun í tengslum við fiska en þekki hugtakið ræktun og gæði nokkuð vel. Ég get ekki betur séð en að stoðirnar séu hálf valtar í þessu öllu saman miðað við áhættuþættina sem þið nefnið. Orð eins og hreinir stofnar og markviss kynbótaræktun eru lítið annað fyrir mér en yfirborðskenndir frasar ef td. búðir eru að selja fiska undir ákveðnu heiti án þess í raun að vita hvað sé þar á bakvið. Það verða vera miklu meiri kröfur og regluverk í kringum þetta allt ef það á að geta kallað þetta hreina stofna og ræktun.
Skil ekki hvernig nokkur á að geta vitað hvað hann er í raun með í höndunum miðað við þá aðferðarfræði sem hefur verið lýst.
Mig langar til að forvitnast.... þeir sem eru að standa í þessu með hugsjónina "hreinir stofnar" að leiðarljósi, hvaðan eru þið að fá ykkar fiska? Ef þið eruð að kaupa af netinu, er það af einhverjum sem þið þekkið til? Endilega segið mér hvað þarf að liggja fyrir til að þið takið ákvörðun um að nota tiltekinn fisk í ykkar ræktun?
Það eru alltaf braskarar og/eða óheiðarlegir einstaklingar í bransa sem þessum, hvað gerið þið til að tryggja sem best að fiskar frá slíkum endi ekki í ykkar búrum?
Ég held að nú liggi fyrir að kröfurnar mínar um hreina stofna eru ekki minni en þeirra sem hafa tjáð sig og líflegar rökræður má teljast jákvætt skref því það vekur fólk til umhugsunar og hugmyndir að úrbótum sem skila raunverulegum árangri vakna.