brichardy pæling

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

brichardy pæling

Post by JinX »

nú er ég með 2 stykki brichardi og hef ekki hugmynd hvort þetta sé par eða ekki en í dag byrjaði annar að tína steina undan einu skrautinu í búrinu og er kominn á botnin og hann verður alveg crazy ef einhver kemur nálægt en hinn brichardyinn er bara að dúlla sér allt annars staðar í búrinu og er bara rólegur í alla staði..... veit einhver hérna hvað sé í gangi hrygning í vændum eða bara sérviska í þessum fisk??? :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það má vera að þeir séu búnir að hrygna, þeir verja sitt svæði vel. Þú sérð það þá eftir 2-4 daga.
Þeir grafa líka mikið, þú verður að passa að hafa ekki möl undir steinum sem geta svo dottið þegar er grafið undan. Verra að fá þetta í glerið, gæti brotnað.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef hann rekur ekki hinn í burtu er þetta sennilegast par og eins og Ásta segir ekki ólíklegt að þau séu búin að hrygna.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

já hann rekur ekki hinn brichardyinn í burtu þannig að ég hallast á því að þetta sé par en finnst hæpið að þeir sú strax búnir að hrygna, rétt ný komnir í búrið, en hvað veit ég svosem um það :)
Post Reply