Fór út í búð um daginn og ætlaði að kaupa skáp frá Juwel undir búrið mitt. Hann var hvergi til svo ég ákvað að smíða hann sjálfur.
Kostnaður:
MDF plata 125x280 cm keypt í Múrbúðinni lang ódýrast þar eða 6400 kr.
1l af grunni og 1l af lakki einnig keypt í Múrbúðinni lang ódýrast hjá þeim eða 3000 kr fyrir bæði
Lakk rúlla og pensill 1500 kr. ódýrast í Múrbúðinni
Höldurnar keypti ég í IKEA fyrir 990 kr.
Lamir í hurðarnar keypti ég einnig í IKEA því þær er ódýrastar þar eða 1000 kr. fyrir 4 stk.
Skrúfur til að skrúfa saman skápinn keypti ég í Húsasmiðjunni fyrir 460 kr.
Keypti bora til að bora fyrir skrúfurnar í Húsasmiðjunni 500 kr.
Bor til að bora fyrir lömunum var ódýrastur í Verkfæralagernum eða 1100 kr.
Samtals: 14.950 kr.
Orginal skápur frá Juwel kostar 30.000 kr.





