Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn 15. nóvember kl 20 heima honum Andreas að Laxatungu 53 í Mosfellsbæ.
Fólk sem vill kynna sér starfsemi félagsins er velkomið.
Þeir sem ætla mæta vinsamlega tilkynni það hér í þræðinum.
Hlakka til að hitta ykkur vonandi verður þetta góður fundur enda langt síðan síðasti var....
Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga að koma og sjá hvað við erum að gera og er ég hvetjandi hér til þess....ég tekk vel á móti öllum og býð til kvöldverðar sem flestum þykkir gott til munns og eitthvað sætt á eftir. Og ekki skemmir fyrir að hitta durkanna á spjallinu og fá smá fróðleiksmola frá þeim
Mig langar að skoða hvort ég eigi heima í félaginu, ég er með nokkur fiskabúr og stefni á ræktun gullfiska og/eða koi fyrir tjarnir. Er ylræktarnemi og hef óendanlegan áhuga á sameldi (ræktun fiska og plantna í sama kerfi).
Ferret wrote:Mig langar að skoða hvort ég eigi heima í félaginu, ég er með nokkur fiskabúr og stefni á ræktun gullfiska og/eða koi fyrir tjarnir. Er ylræktarnemi og hef óendanlegan áhuga á sameldi (ræktun fiska og plantna í sama kerfi).
Ef ég er velkominn þá hitti ég á ykkur á morgun.
Já endilega mæta
Gaman að heyra eitthvað frá ylræktarnema og fá nýjustu kenningar