gúbbí seiði að drepast

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

gúbbí seiði að drepast

Post by S.A.S. »

Góða kvöldið

Ég er í smá vanda þannig er mál með vexti að ég var með sirka 20 gúbbí seiði hálf stálpuð í búri með sverðdrögurum neontetrum og fullorðnu gúbbí pari
nú eru um 7 seiði dauð hjá mér :( það hafa verið að drepast svona sirka 2 á dag. þegar ég varð var við þetta fyrst gerði ég 50% vatna skipti og er ég búin að gera vatna skipti 2 núna á síðustu 4-5 dögum þetta hefur ekki komið í vegfyrir það að þau haldi áfram að drepast þannig að í gær setti ég þaug öll ásamt gúbbý karlinum sem mér fynst einnig vera eithvað slappur í sjúkar búr og saltaði það. það sem ég hélt að þetta væri fyrst var finrot eða eithvað álíka þar sem sporðurinn á mörgum er mjög tættur eða svona oddmjór en ég hef alltaf verið duglegur að skipta út um 20-30% af vatni á viku ef ég hef skilið umræðuna hér á þessum vef rétt kemur finrot aðalega upp í búrum með slæm vatnsgæði

í dag voru 2 dauð og nokkur komin með útþaninn maga þannig að ég henti þeim aftur yfir í aðalbúrið veit ekki hvort salt hafa slæm áhrif á seiði en ég ætla að láta nokkara myndir fylgja. þannig að ef einhver er með hugmynd um hvað er í gangi þá eru góð ráð vel þeygin

P.S einu fiskarnir sem hafa veikst eru gúbbý fiskarnir neontetrurnar og sverðdragararnir er hressir

kv. SAS
Attachments
IMG_244.jpg
IMG_244.jpg (90.46 KiB) Viewed 5305 times
IMG_243.jpg
IMG_243.jpg (77.01 KiB) Viewed 5305 times
IMG_24.jpg
IMG_24.jpg (87.23 KiB) Viewed 5305 times
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: gúbbí seiði að drepast

Post by keli »

Lítur út eins og costia. Ég hef alltaf verið í þessu veseni með gúbba hjá mér - og ástæðan fyrir að ég gefst alltaf upp á þeim :)

Gæti þó verið einhver önnur bakteríusýking - Sjáðu t.d. hvernig hreistrið er úfið á mynd nr 2.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: gúbbí seiði að drepast

Post by Elma »

costia er það fyrsta sem mér datt í hug...
og þetta útþanda er með Dropsy.
eiginlega ekkert hægt að geta í þessu
nema að farga sýnilega veikum fiskum strax
og skipta strax um 70% vatn og passa vel upp á vatnsgæðin í framtíðinni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: gúbbí seiði að drepast

Post by S.A.S. »

Takk fyrir Hjálpina samt :)
Post Reply