Halló, ég er algjör byrjandi í þessu og er nýbúin að fá mér tvo gullfiska, einn svartan og einn appelsínugulan (báðir með slörsporð). Ég setti þá í nýtt búr fyrir sirka 4-5 dögum, og fyrir 2-3 dögum fór sá appelsínuguli að fá svarta bletti eða línur yst á sporðinn, og núna áðan tók ég eftir að það er smá svart á uggunum.
Ég er búin að vera að reyna að finna eitthvað á netinu um þetta en það eina sem ég finn eru bara sögur um gullfiska sem hafa fengið svarta bletti, verið veikburða og dáið svo. Það eina sem mér datt í hug var að skipta um hluta af vatninu.
Báðir fiskarnir mínir eru samt hressir og hegða sér venjulega.
Kannist þið við þetta? Get ég gert eitthvað í þessu?
Hjálp, svartir blettir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Hjálp, svartir blettir
bara melanín ójafnvægi.
eðlilegt, ekkert hægt að gera í því.
fiskar fá oft svoleiðis, jafnvel fuglar.
kannski önnur dýr, veit það samt ekki.
hef ekki kynnt mér það.
eðlilegt, ekkert hægt að gera í því.
fiskar fá oft svoleiðis, jafnvel fuglar.
kannski önnur dýr, veit það samt ekki.
hef ekki kynnt mér það.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L