það var lítið annað að gera en að byrja að tæma búrið og koma íbúunum fyrir í öðrum búrum
þanski ekki mesta plássið í 120 L búrinu þegar gullfiskarnir voru komnir í það og ég mátti gera vatnsskipti tvisvar í viku þrátt fyrir að vera með dælubúnað fyrir 200 L búr
svo mátti ég byrja á að hreinsa út parketið!!!
og konuni þótti að sjálfsögðu tilvalið að fá mig til að mála í leiðini
en allt tók þetta nú enda um síðir og öðru búri reddað í snarheitum og það vildi svo vel til að Squinchy hérna á spjallinu var að losa sig við sitt búr og ég keipti það
hér er fyrsta vatnið að renna í búrið
þess má einnig geta að þar sem búrið var búið að standa á sama stað í eitt og hálft ár borguðu tryggingarnar tjónið á parketinu og búrinu í topp það er fyrir utan sjálfsábyrgð sem var u.þ.b sem svaraði vinnuni við að leggja parketið sem ég lagði svo sjálfur í frítímanum
