Þrif á grænum þöungi.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Þrif á grænum þöungi.

Post by adidas »

Það er komið mikið af grænum þörungi í búrið hjá mér :(
En það virðist vera alveg ómögulegt að þrífa þetta. Hvað er best að gera í
þessum málum?

Og annað...til að koma í veg fyrir þennan viðbjóð, dugar að hafa minni ljósatíma?
Ég var svo vitlaus að kveikja á ljósinu á morgnanna og slökkti ekki fyrr en seint um kvöldið :roll:
en er búin að laga þetta hjá mér.
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by unnisiggi »

hvernig þörungur er þetta ertu með mynd af honum
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by Andri Pogo »

Skín sól á búrið? (ekki mikil sól þessa dagana en það þarf ekki mikið til).
Fáðu þér svo tímastilli í næstu raftækjaverlsun eða IKEA og láttu hann kveikja og slökkva fyrir þig, max 8-10klst á dag.
-Andri
695-4495

Image
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by adidas »

Það skýn engin sól á búrið, eða ætti ekki að gera það.
Ég er búin að taka mig á með ljósanotkun á búrinu. Núna er bara ljós í 7-8 tíma á dag.
En mig vantar að losna við þörunginn :(
Ég er ekki með mynd af honum en þetta eru svona grænar doppur...ekki stórar.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by Elma »

skipta oftar um vatn, gefa minna?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by adidas »

Elma wrote:skipta oftar um vatn, gefa minna?
Skipti um vatn í hverri viku.

En það er ekkert að bætast meira við. Vantaði bara að losna við þennan sem var fyrir. Takk samt :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by Andri Pogo »

hrein stálull er fín ef þetta er fast á glerinu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by keli »

Ég hef notað rakvélarblöð til að skafa hann af. Feiminn við stálullina þó margir noti hana með góðum árangri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by adidas »

Stálull...rakvélablað...úff, rispa ég ekki glerið með þessu? :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by Andri Pogo »

Neibb :) ekki nema þú sért að draga sand með eða rakvélablaðið sé illa farið.
Ég nota alltaf stálull þegar uppþvöttaburstinn er ekki nóg.

Þá er ég að tala um svona:
Image

alls ekki þessa með sápunni.
-Andri
695-4495

Image
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: Þrif á grænum þöungi.

Post by adidas »

Afsakið hvað ég kem seint en takk Andri. Ég ræðst á búrið með stálullinni :)
Post Reply