Hjálp með gróðurbúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Ég var að spá hvort að einhver vissi hvað væri að þegar að það eru byrjuð að koma svona fín "hár" á blöðin hjá valesneriuni hjá mér? hún vex samt vel hjá mér og er ekkert að fölna.
Er þetta þörungur? og get ég gert eitthvað til að láta það hverfa ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by unnisiggi »

þetta er örugglega hárþörungur og sae er duglegur að éta hann
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

já ókei, en borðar hann þá bara hárþörunginn ekki allan gróðurinn og er það eina lausnin eða ? það er nógu crowded í búrinu fyrir.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by pjakkur007 »

SAE er fljótvirk og góð lausn við honum en inná þessari síðu eru mjög góðar leiðbeiningar vegna þörunga vandamála
fyrir neðan miðja síðu eru myndir af þörungum og leiðbeiningar fyrir hverja og eina tegund

http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Eftir að hafa lesið mig um SAE er næsta mál á dagskrá að fara út í búð á morgun og kaupa einn svoleyðis. Er ekkert mál að fá þá í búðum hérna eða ?
Og þeir ættu alveg að láta gúbbý og limiur vera ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by pjakkur007 »

já þeir láta alla fiska vera
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Jæja ég fékk tvo SAE hjá Vargi og skellti þeim í gróðurbúrið, og þá leit allt út fyrir að þeir væru að fara deyja strax, festust í gróðrinum og syntu á hvolfi, þannig að ég setti þá í hitt búrið mitt sem að er ekki með neinu CO2 bruggi, engri gróður næringu og engum gróðri og þá byrjuðu þeir að synda um og virðast eðlilegir. Hvað er þá að í hinu búrinu sem þeir fóru fyrst í? Það eru c.a 10 gúppý fiskar, ancistra, CO2 brugg og gróðurnæring. Allt gengur vel þar fyrir utan smá þörunga á plöntunum.

Og já einn SAE er bara með eitt auga(tók ekki eftir því fyrr en ég kom heim) , hann ætti alveg að lifa eðlilega ? (ég veit að þetta er komið aðeins út fyrir gróðurbúraflokkin)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Vargur »

Það gæti verið svona svakalega lágt pH í gróðurbúrinu að fiskarnir hafi fengið sjokk, þú gætir þurft að gefa þeim góðan tíma í að aðlagast vatninu.
Leiðinlegt að það vanti auga í annan fiskinn en hann ætti að lifa ágætlega þrátt fyrir það, þó færð samt annan þér að kosnaðarlausu næst þegar þú kemur til okkar.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by Frikki21 »

Er það útaf CO2 brugginu að pH gildið sé svona lágt? Og er eitthvað sem að ég get gert til þess að laga það ?

Og já takk fyrir það ég kíki aftur við seinna, gaman að sjá svona mikið af fiskum :O
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
sso
Posts: 24
Joined: 02 Jun 2012, 22:29

Re: Hjálp með gróðurbúr

Post by sso »

ágætt að hafa af falls flösku líka. (tekur við gunki úr gerinu, svo fari ekki yfir í fiskabúrið. (hæpið en hefur komið fyrir hjá fólki.)


tengir frá 2l flöskunni yfir í aðra minni flösku sem er hálf full af vatni (virkar þá sem dropateljari líka)
lætur loftslönguna sem kemur inn ná fyrir neðan vatnsyfirborðið.
og svo tengiru yfir í fiskabúrið.


nota sjálfur loftsteinn sem ég sting inní miðja filterdæluna hjá mér, fer í gegnum 2 svampa áður en tosast í gegnum dælinu og dreyfist yfir allann tankinn.
annars er ég að skoða það ferli og huga að endurbótum.

annað sem er ágætt að nota.
öryggisventil (fæst á 500 kall í dýrabúðum) svo að vatnið fari ekki úr búrinu yfir í 2l flöskuna. (eða affalls flöskuna.)
og svo mæla sumir með að hafa öryggisventil á 2l flöskunni sjálfri (borar gat og treður tappa í, þá ef gerið stíflar slönguna, þá springur ekki flaskan lol útaf koltvísýringsþrýsingi lol. :))
Post Reply