blettaveiki í 110l búrinu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

blettaveiki í 110l búrinu

Post by Andri Pogo »

Held það nú, var að skoða fiskana og sá hvíta bletti á þeim nokkrum, alveg morandi á Arowönunni.
Meira einsog hvítir punktar en blettir, einsog lítil korn á þeim.

Ég brunaði útí búð og keypti fínt kötlu borðsalt, hvað ætti ég að setja mikið í? :?
Ætti ég að gera vatnsskipti í leiðinni, fyrir saltið, eða bara á morgun?
Á að salta bara einu sinni, eða nokkrum sinnum í einhvern tíma?
Og að lokum, á ég að taka svarta filterinn úr dælunni, sá sem á ekki að vera með neinum lyfjum?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja eftir smá lestur hér í gömlum þráðum skellti ég loftstút á dæluna sem var í 180l búrinu til að auka súrefnið og skellti 10 matskeiðum af salti útí.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nú svo merkilegt hvað maður er fljótur að gleyma svona en mig minnir að það sé ein matskeið á hverja 10 ltr.
Það er alla vega ótrúlega mikið magn sem má setja í. Með tíð og tíma hef ég hætt að nenna að mæla, set bara nokkrar lúkur, fer eftir tilefninu.
En þér á að vera óhætt að setja amk 11 msk.

Skelltu bara saltinu strax í og svo ef þú skiptir um vatn á morgun skaltu salta aftur.
Sennilegast er í lagi að hafa svarta filterinn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok ég tók hann úr bara til öryggis.
Þetta er vonandi ekki of seint hjá mér. Samt bara rétt sýnilegt á öðrum fiskum en Arowönunni. Vona bara að allir verði á lífi þegar ég kem heim úr vinnunni á morgun :?

Svo er spurning hvort ég ætti að salta 180l búrið líka þar sem nálafiskurinn og shovelnose hafa verið að éta fiska úr 110l búrinu
Ef ég salta án þess að nokkuð hafi verið að í stærra búrinu, hefur það einhver neikvæð áhrif :?:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fékk einhverntímann hvítblettaveiki og notaði þá lyf með góðum árangri. Fór nákvæmlega eftir leiðbeiningum og allt gekk vel.
Ég vona að þetta sleppi til hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kolafilterinn er í fína ef þú setur engin lyf í búrið, saltið sleppur.
Ég myndi tvöfalda saltmagnið, 1 matskeið á hverja 4-5 lítra. Ef þetta hverfur ekki eða minkar á 2 dögum, salta meira.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hækkaðu hitann um 2-3 gráður
ég hef aldrei mælt saltiðmagnið sem ég set í búrið, bara grýti einhverjum slatta ofaní
Vona að þetta muni allt ganga vel hjá þér, ef þú sérð að saltið er ekki að virka og blettunum að fjölga þá mundi ég kaupa lyf við þessu
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok bætti meira salti í, samtals 22 skeiðar og stillti hitarann á 28° og lét hann í.
-Andri
695-4495

Image
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Gullna reglan er nú 1 matskeið af grófu salti á hverja 10 Litra. Flestir fiskar eru rosalega viðkvæmir fyrir OF miklu salti.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

sjáum hvað gerist, ef einhver drepst þá kem ég sökinni yfir á Hlyn :evil:

:wink:
-Andri
695-4495

Image
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Fiskar með ekkert hreistur eru mjög viðkvæmir fyrir alltof miklu salti sem og ofsterkum skömmtum af lyfjum, gott er að salta i lyfjameðferð hjá fiskum, það flýtir fyrir ferlinu. En sum lyf innihalda saltupplausn sem er líka allt eins gott.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mín reynsla er sú að fiskar séu almennt ekki mjög viðvæmir fyrir salti (nema náttúrulega þeir hreisturlausu), frekar að þeir þoli illa snoggar breytingar, td, sé skellt á milli búra úr fersku í saltað osf. Ég hef tröllatrú á grófa saltinu en það leysist nokkuð hægt upp í vatninu og því eru viðbrigðin ekki of mikil (nema fyrir botnfiskana). Allþekkt er að ræktendur sérstaklega í Asíu ali sína fiska í 50/50 blöndu af ferskvatni og sjó og eru fiskarnir þá nánast alveg lausir við sjúkdóma og sníkjudýr.
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Mælt er með að leysa saltið upp í vatni áður, ekki bara skutla saltinu beint í fiskabúrið. Sé ekki að það sé hollt fyrir neinn fiska að éta gróft salt!

Í sambandi við ræktendur í Asíu og salt.. þá er maður alltaf að heyra eitthvað nýtt......!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fiskurinn wrote:Mælt er með að leysa saltið upp í vatni áður, ekki bara skutla saltinu beint í fiskabúrið. Sé ekki að það sé hollt fyrir neinn fiska að éta gróft salt!

Í sambandi við ræktendur í Asíu og salt.. þá er maður alltaf að heyra eitthvað nýtt......!
Fáir fiskar sem myndu éta salt. Kannski einhverjir smakka, en flestir spýta útúr sér. Enginn skaði í því.

Ég hendi alltaf bara saltinu beint í búrið og ekki hefur neinn fiskur drepist hjá mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja komnir næstum 2 sólahringar og blettirnir hafa ekkert verið að fara.
Ég bætti 7 matskeiðum af salti til viðbótar í dag.

Ætti ég að halda áfram að salta eða gefa kannski bara lyf við þessu á morgun? Gera fyrst vatnsskipti til að losa út saltið?

Svo eru báðir eplasniglarnir dauðir eða að deyja, þola þeir ekki saltið?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi setja lyf í á morgun ef blettirnir hafa ekki minkað þá, hafðu bara saltvatnið í búrinu, það hjálpar.
Eplasniglar þola illa salt, færðu þá, þeir geta verið lifandi en hafa bara lokað sig inn í skelinni.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

byrjaði að setja lyf í gær og mér sýnist blettirnir vera farnir strax, en ég klára kúrinn...

Svo fannst mér mjög leitt að þegar ég kom fram áðan lágu báðir litlu Senegalusarnir dauðir á botninum. Ég bjóst svosem við að þessi með steininn í maganum myndi deyja en hinn var duglegur að borða, stækkandi og var hraustur að sjá.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

krufning á grjótátunni!

Leitt að heyra með fiskana... Gæti verið að þeir fíli ekki lyf?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gæti verið... ég reyndi að kryfja litla en hnífurinn vildi ekki fara í gegn :oops: en ég þreifaði vel á honum og fann ekki fyrir neinum steinum. Bumban var farin að minnka reyndar.
En þeir voru um 9 og 10cm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nota dúkahníf með nýju blaði. Fer í gegnum hvaða roð sem er :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Leitt að heyra með Senegalusana.

Það er algjört möst að klára lyfjakúrinn skv. leiðbeiningum, annars getur þetta blossað upp aftur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ekki var skemmtilegara að koma heim í dag.
Eftirfarandi fiskar voru dauðir:
Silver Arowana
2 Bala hákarlar
3 Regnbogafiskar
Convict
Sverðdragakall

samtals dauðir fiskar fyrir ca 17000

:x

Ekki veit ég af hverju þetta gerðist, gaf réttan skammt af lyfinu í gær og í dag. Ætla að skipta um hluta af vatninu til að reyna að bjarga þeim nokkru sem eru eftirlifandi.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss leiðinlegt, mörg þessi lyf eru alveg skelfileg hvað þetta varðar.
Var ekki örugglega nóg súrefni í vatninu ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jú, amk er loftstúturinn á dælunni og vatnið hreyfist vel á yfirborðinu
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

er ekki möguleik að þú hafir bara saltað of mikið?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei en hinsvegar var ég að lesa leiðbeiningarnar á lyfinu sem ég var að gefa og upplýsingarnar sem ég fékk í búðinni passa alls ekki við það sem stendur á lyfinu. Það stendur að ég eigi að gefa x skammt af lyfinu og bíða svo í 5 daga, þá megi setja annan skammt ef blettirnir eru ekki farnir.
Búðin sagði að ég ætti að setja x skammtinn, 5 daga í röð.

Þarf að ath betur með þetta á morgun.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svona fer þegar menn halda fram hjá sinni vanalegu verslun. 8)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe ég var á ferðinni um hádegi og greip þetta með mér, það er svona að opna seint í sumar 8)
-Andri
695-4495

Image
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Lyfið er í fínu lagi að gefa í fimm daga röð, það er það sem er gert í slæmum tilfellum. Einnig þarf þá að skipta út 30% af vatni á 3 degi. Í verstu tilfellum er sett 5ml á hverja 10 lítra af vatni. Samkvæmt mínum upplýsingum til þín áttir þú að setja 1 tappa í hverja 40 lítra (5ml á hverja20L) sem er normal skammtur. Þannig að venjulegur skammtur í 2 daga getur ekki drepið þá.

Mig grunar nú frekar að saltið hafi nú átt einhvern þátt í þessu drápi. Eða fiskarnir séu með einhvern annan sjúkdóm líka sem er greinilegt a þessum senegal ef ekki finnst steinn í maga hans. Ég hef sent póst til félaga míns sem er einn færasti fisksjúkdómafræðingur ( í tropical fiskum) og spurt hvort saltið hafi einhver áhrif á virkni lyfsins.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok gott að vita, ég lét einmitt tæpa 3 tappa í gær og aftur í dag.
Fannst það hljóta að vera lyfið því þeir dóu rétt eftir að lyfið fór í annað sinn í búrið og þeir voru allir sprækir í morgun þegar ég gaf þeim að borða.
Ég skipti um 30% vatn áðan svo hinir sem eftir eru myndi ekki drepast líka.
En á ég þá að klára kúrinn, s.s. gefa næstu 3 daga líka?
Það eru enn örfáir hvítir blettir á hákörlunum.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply