Mig langar til að kaupa lítið nanó búr, samt ekki of lítið. Eða svona búr með "all in one". Helst ekki minna en 100 lítrar. Hættir þetta ekki að heita nanó ef þetta fer yfir ákveðna lítra?
Ég hef verið að reyna að finna búr sem koma til greina og það eina sem ég finn er á ebay. 28 gallona búr. Eins búr og er á myndinni.
Ef þið vitið um sniðuga síðu eða búð þar sem ég gæti pantað svona að utan þá væri frábært ef þið vilduð deila því með mér
Það er örugglega mjög dýrt að panta svona að utan (sendingarkostnaður hár, og líklegt að það brotni)
Hefurðu skoðað í gæludýraverslanir hérna, eða jafnvel hugsað útí að smíða eitthvað svipað? Kannski eitthvað í áttina við það sem Squinchy hefur verið að gera. Það er hægt að gera mjög fallegt búr með smá föndri. http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=32&t=5503