Heil og sæl
Ég fékk upp hvítblettaveiki í nýlegt búr hjá mér, las mér mikið til og ákvað að reyna saltmeðferðina í stað lyfjagjafar ásamt því að hækka hitann uppí 28°. Það tók mun lengri tíma að verka á fiskana en skv því sem ég las er hægt að fá mismunandi týpur af sníkjudýrinu og þola sumar saltið betur en aðrar. Ég vildi samt endilega notast við saltið svo ég þrjóskaðist við það og eftir rúma viku fór ég að sjá mun.
Eftir það liðu heilar tvær vikur þangað til fiskarnir voru orðnir einkennalausir. Nú hefur liðið líklega vika til viðbótar og ég er að hugsa um að fjarlægja saltið og minnka hitann aftur til að gera vel við grey fiskana.
Skv Greininni frá Varg talar hann um að hafa 30-50% vatnsskipti 2-3 dögum eftir að einkennin fara. Eftir það, á ég þá bara að hafa mín vikulegu vatnsskipti? Er saltmagnið orðið það lítið að það ætti ekki að valda neinum vandræðum?
Bestu kveðjur
Marinó
Hvítblettaveiki á förum *tóm gleði*
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Hvítblettaveiki á förum *tóm gleði*
já þá er saltið búið að minnka um 30-50% og ekkert til að hafa áhyggjur af, svo heldur það áfram að þynnast út með þínum venjulegu vatnsskiptum.
Re: Hvítblettaveiki á förum *tóm gleði*
Takk fyrir, vildi bara fá þetta staðfest. Þetta er búinn að vera nógu mikill hausverkur svo maður klúðri ekki einhverju basic á endasprettinumAndri Pogo wrote:já þá er saltið búið að minnka um 30-50% og ekkert til að hafa áhyggjur af, svo heldur það áfram að þynnast út með þínum venjulegu vatnsskiptum.
Re: Hvítblettaveiki á förum *tóm gleði*
og ef þú ert ekki með gróður eða snigla t.d þá er alveg ágætt að salta öðru hverju í búrin
ég hef gert það í nokkur búr og það er aldrei neitt að angra fiska í þeim búrum.
ég hef gert það í nokkur búr og það er aldrei neitt að angra fiska í þeim búrum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Hvítblettaveiki á förum *tóm gleði*
Takk fyrir það Þá þarf maður kannski ekki að hafa svo miklar áhyggjur af fiskunum. Þeir virðast heldur ekkert minna sprækir þó ég hafi verið með mikinn hita og saltið í gangi í 2-3 vikur