Góðan daginn
Ég er að selja fiskabúrið mitt og ætla að láta tekk borðið sem það stendur á fara með.
Búrið er 60x30x30 cm og því um 55 lítrar. Það er svart, mjög flott og vel með farið. Í búrinu er daylight pera og hvít möl þannig það er rosalega bjart og flott.
Einhverjir steinar fylgja með og þar á meðal geggjaður hraunmoli úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi.
Með búrinu kemur dæla og hitari. Eins fylgja með tveir háfar, einhver matur og hitt og þetta dót sem gott er að eiga.
Einnig eru í búrinu þrír fiskar, ein stór ryksuga, einn áll og einn regnbogafiskur.
Þetta eru allt mjög harðgerðir fiskar sem hafa verið þjálfaðir til að fá að borða svona 2 í viku og því auðvelt að sjá um þá.
Undir búrinu má sjá tekk borð sem ég ætla að láta fara með, flott borð sem smellpassar undir búrið. Einnig er hægt að gera tilboð bara í borðið stakt, en ég get ekki látið það fara fyrr en fiskabúrið fer...
Ég ætla mér alls ekki að gefa þetta og óska því eftir raunhæfum tilboðum bara í þetta, langar helst að losna við þetta fyrir jól.
kær kveðja,
Óskar
(ps. ekki er hægt að ná í mig í síma, þannig sendið mér póst hér)