Ég er með dælu í búrinu hjá mér ( 70L búr)
og nú er vatnið alltaf svo matt, svo ég fór að hugsa,þarf maður að skipta um svamp í dælunni á einhverjum tíma ?
Á stuttum tíma drapst næstum allt í búrinu hjá mér og eru sniglar búnir að hertaka allt.. ógeð!
Ég skipti um 30% á móti 70% af vatni 1-2 mánuði
veit ekki hvað ég á að gera svo búrið sé fallegt hjá mér
Dælur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Dælur
ágætt í svona minni búrum að skola svampinn í dælunni þegar þú ert að gera vatnsskipti, best er að skola þetta uppúr fiskabúrsvatninu sjálfu til að halda flórunni lifandi (en auðvitað eftir að þú ert búin að taka vatn úr búrinu og í annað ílát en ekki í búrinu sjálfu).
Ég nenni því hins vegar yfirleitt ekki með litla búrið í vinnunni og skola svampana bara undir kranabununni en passa að vatnið sé svipað heitt og búrvatnið. Ég er að gera svona 30-50% vatnsskipti á tveggja vikna fresti, mætti alveg vera á 7-10 daga fresti til að það myndi haldast hreinna.
Ég nenni því hins vegar yfirleitt ekki með litla búrið í vinnunni og skola svampana bara undir kranabununni en passa að vatnið sé svipað heitt og búrvatnið. Ég er að gera svona 30-50% vatnsskipti á tveggja vikna fresti, mætti alveg vera á 7-10 daga fresti til að það myndi haldast hreinna.